Já ég ætla nú bara að skrifa grein um bandið Nirvana. Og mitt álit að því bandi.

Nirvana gaf út sinn fyrsta singul árið 1987 og lagið hét Love Buzz. Árið 1989 gáfu þeir út diskinn Bleach, og var sá diskur ekta rokk og voru lög þar eins og Negative Creep, Floyd the Barber, about a girl, scoff o.f.l. Árið 1991 þegar þeir gáfu út diskinn Nevermind þá fannst mér að þeir voru komnir út í hálfgjört popp, lög eins og smells like teen spirit, Lithium, come as you are, In bloom, Breed voru stærstu smellirnir á þessari plötu. Lagið Smells like teen spirit er mest ofmetnasta lag í heimi af mínu mati ( ég er ekki að segja að Nirvana sé lélegt band mér finnst þeir góðir og allt það), nema að þetta tiltekna lag fékk svo mikla athygli að maður gæti haldið að það væri bara eitt mesta master piece sögunnar. En sem sagt Nevermind kom ú 24 sept 1991. Þeir gáfu síðan út diskinn incesticide og þar voru þeir aftur komnir í rokkið, helstu smellir á þeirri plötu voru Dive, sliver, aneurysm, og það er ekki svo sem mikið meira um þá plötu að segja. En árið 1994 kom besta plata þeirra út af mínu mati, hún hét In Utero, og þar voru lögin Heart Shaped box, rape me, penny royal tea, all apolagies, dumb o.f.l. og svo kom platan Unplugged in New York sem var gefin út á geisladisk stuttu eftir að Kurt Cobain dó, og það var mjög góð plata, og fannst mér frábært þegar þeir tóku lög eftir David Bowie, Meat puppets. En yfir heildina var Nirvana mjög gott band, með mjög stutta sögu. þeir voru með einfaldar og flottar melodíur sem aðdáendur hljómsveitarinnar líkuðu.