Ég var að horfa á vídeóið við Honestly með Zwan áðan og er að skipta um skoðun. Áhugaverð þróun sem minnir mann á það sem var að gerast í mörgu á Machina II plötunni í laginu.

Meðlimir í bandinu orðnir 5, þrír nefndir sem gítarleikarar (ferill Billy Corgan sem söngvara án gítars varð greinilega mjög stuttur) og öll í bandinu sögð syngja, enda má heyra Paz (bassaleikari) syngja í laginu.

Það er mikill gítarkór í laginu, en samt er þetta frekar mellow ballaða. Það gæti kannski verið að Zwan taki upp þráðinn þar sem Adore og Machina II enduðu hjá Smashing Pumpkins? Ég býð a.m.k. nokkuð spenntur, það er eins og að Billy Corgan sé að reyna að gera eitthvað ákveðið og ferðin að því markmiði gæti orðið mjög skemmtileg.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Balls of yarn have twiny goodness. - Mittens the Psycho Kitten</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?