Ég var svona að velta fyrir mér. Nú sendi ég inn mynd á áhugamálið sem var hafnað. Ég er nú ekki að fara að væla yfir því, enda ekki mitt að stjórna þessu. Þó er rétt að geta þess að myndin var í vænni stærð og skýr ásamt því að hún hafði skiljanlegan texta, raunar án nokkurs fréttagildis. Gæði hefðu því ekki átt að vera ástæðan, en Ulvur gaf mér enga ástæðu fyrir því að myndinni var hafnað. (enda ekki algengt að myndum sé hafnað með ástæðu og hef ég fullan skilning á því!)
Hinsvegar hefur nú í þrjár vikur varla sést annað af myndum en þær sem DAmage sendir inn til að auglýsa svarið í jólagetrauninni. Ef öðrum myndum er hafnað til að geta sýnt svörin svona finnst mér það frekar hallærislegt.
Fyrst fáum við að sjá mynd af tónlistarmanni í einn dag og geta upp á hver það er og þegar sólarhringurinn er liðinn kemur mynd af nýjum tónlistarmanni, en myndin af þeim sem var áður, ásamt svari, birtist á myndakubbnum. Samt er svarið líka á getraunarkubbnum.
Er þetta ekki too much?<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Balls of yarn have twiny goodness. - Mittens the Psycho Kitten</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?