Of erfið spurning. Sérstaklega fyrir fáfróðan strák :)
Með árunum hef ég samt ákveðið að besta plata í minni eigu sé The Soft Bulletin með The Flaming Lips.
Svo þyrfti að nefna Dylan, en að velja eina plötu…
Þær eru ansi margar góðar plötur sem maður á eða hefur heyrt. En til að kallast besta plata þarf stykkið í heild að vera svo skothelt. Ég hlusta nú ekki mikið á Pink Floyd og er í raun ekki sérstakur aðdáandi (nema hvað varðar Nick Mason, hann er Guð! :) en ég á Wish You Were Here og Dark Side of the Moon og báðar eru örugglega með því albesta sem ég á, betri t.d. sem plötur held ég en Sgt. Pepper's Bítlanna.
Á maður ekki bara að segja þá að bestu plötur sem ég á og hef hlustað á í heild séu:
1. The Flaming Lips - The Soft Bulletin
2. Pink Floyd - Wish You Were Here
3. Pink Floyd - Dark Side of the Moon
Svo margt sem maður þarf að hlusta á… svo lítill tími…
Varla marktækur listi, ætla að hætta áður en heilabrotin í kringum Lateralus með Tool og The White Blood Cells með The White Stripes ágerast…<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”I love the smell of Optimax in the morning…" - Richard Meaden, Evo #051