Loksins er komin ný útvarpssröð með góðu rokki, góð tónlist í bílinn en eithvað truflar… þessir karlrembustælar í þessum gaurum sem stjórna stöðinni eru að gera mig brjálaða! Já ég er kvk, fáðu ekki slag! Það er stelpa sem fílar rokk!! Ég hreinlega skil ekki þessa fordóma! Fólk heldur því framm að kvk séu viðkæmar píkur sem hlusta á vælupopp einsog Celine Dion. Og það er endalaust gefið í skin á milli laga á þessari stöð, alltaf talað um “stöð fyrir KARLMENN!” og…má ég þá ekki hlusta? Verð ég að hlusta á létt 94. ehhh var það ekki 7? man ekki :Þ hlusta heldur ekki á þetta, ég hlusta á black metal, death metal og þetta gamla góða klassíska rokk. Systir mín getur varla hlustað á þessa stöð lengur þar sem feministinn í henni langar til að kíla útvarpið. Þurfa þessir fordómar endilega að viðgangast? Þarf fólk ennþá að nuða um að stelpur hlusti ekki á rokk? Ég vil bara getað setist í bílinn, kveikja á útvarpinu og fíla mig í botn með góðu gömlu rokki, án þess að heira niðurlægingar og gamaldags fordóma.
Eru einhverjir sem hafa eithvað að segja um þetta? Einhverjar STELPUR sem hlusta á rokk og er ofboðið? Endilega segið eithvað. :)