Nú í vor horfði ég á alveg hreint magnaða kvikmynd, með engum öðrum en Kim Larsen í aðalhlutverki, og mun nafn hennar vera Midt om Natten. Í þessari mynd komu fram frábær lög eftir Kim Larsen, þar á meðal Papirsklip og önnur meistarastykki. Eftir að hafa horft á þessa mynd hækkaði álit mitt á Kim Larsen þónokkuð mikið, en það var nú samt ágætlega hátt fyrir.
Nú á ég, að ég held, flest öll lög með Kim Larsen á MP3 formi, en þau fann ég á þremur geisladiskum sem ég fékk lánaða frá félaga mínum. Það er reyndar eitt sem ég hef verið í vafa um síðan ég sá myndina, en það er flaututaktur sem ég heyrði mjög oft í myndinni. Því miður get ég ekki lýst þessum skemmtilega takt, en það eina sem ég get sagt um hann er það, að hann kom nokkrum sinnum fyrir í myndinni, og var ekki bara eitthvað rugl sem maður flautar í eirðarleysi.
Ég spyr því ykkur, sem séð hafið Midt om Natten myndina, þessara spurninga:
1. Muniði eftir þessum takt?
2. Er hann úr einhverju lagi?
- ef svo er: Vitiði hvað lagið heitir?
Það væri æðislegt ef einhver ykkar gæti svarað þessum spurningum, og þið, sem ætlið að koma með leiðinleg svör, sleppið því.<br><br><font face=fixedsys>——————
<font color=“FF9933”>S</font><font color=“000000”>;-</font><font color=“FF0000”>u</font> – <a href="http://www.1337.is/">[.GEGT1337.]</a><a href=“mailto: gaulzi@1337.is”>gaulzi</a><br>
:l:l:l
:l:l
:l:l :l:l
:l:l :l:l
:l:l
:l:l
:l:l :l:l
:l:l :l:l:l:l
</font
hver er þessi vefstjòri og hvað í andskotanum varðar hann um mína undirskrift?