Já Rokk-áhugamálið hefur snarbatnað að þessu leiti, skítkastið er eiginlega horfið og allir orðnir góðir vinir.
EN…
Þetta áhugamál er orðið hrútleiðinlegt, það er fínt að fólk sé hætt að móðga aðra en núna er fólk orðið svo hrætt við að vera pirrandi að það er nánast hætt mótmæla nokkrum sköpuðum hlut(ég er einn þeirra). Það er allt í lagi að rífast eða ræða málin. Flestir eru færir um að rökstuðja sýnar skoðanir án þess að kalla hinn aðilann hálfvita, en fæstir gera það. Flestir eru yfirleitt mjög sammála greinarhöfundi og skilja eftir sig svör eins og “Þessi maður/hljómsveit/plata er snilld” eða “Góð grein” og þeir sem eru ekki sammála láta það svosem í ljós en afsaka sig oftast með “ólíkar skoðanir” og skilja eftir sig hrúgur af brosköllum.
Þegar þetta áhugamál var mest spennandi stóð maður kannski í rökræðum í þónokkra daga, það voru nokkrir leiðingagaurar inn á milli en ekki nógu margir til að spilla heildarmyndinni.
Nú heyra rökræður næstum því sögunni til enda hafa flestir þessi gömlu frá blómatímanum (Mal3, Pixie, Kurtcobain, Cedric, greatness og fleiri) misst áhugan á Rokk-áhugamálinu.
Ps. Það er að segja að rökræðurnar hafa ekki minnkað vegna þess að þessir einstaklingar sem ég nefndi hættu, heldur hættu þeir vegna þess að fólk hætti að ræða málin, en það var ástæðan fyrir því að þetta fólk fékk áhuga á Huga, umræður um tónlist.