Jeff Buckley er án ef einhver mesti snillingur sem að þessi heimur hefur alið af sér og ef þið hafið ekki heyrt í hans unaðslegu tónlist þá ráðlegg ég ykkur að verða ykkur út um eitthvað efni með honum… hann er fokkings Snilld. En allavega, 17. nóv eru liðin 35 ár frá fæðingu hans og eru að því tilefni fullt af atburðum í gangi um allan heim til að heiðra minningu hans (tékk: www.jeffbuckley.com) og ég var bara að spá í hvort einvher hafi heyrt af því hvort eitthvað yrði gert hér? Veit að það voru haldnir tribute tónleikar um daginn en það eru einvherjir mánuðir síðan og ég missti því miður af þeim.. en frétti að þeir hafi verið vel sóttir og flottir. Er ekki hægt að endurtaka leikinn…? Endilega svarið ef þið vitið eitthvað um málið!