Ég lofaði ykkur “operation gold” og hérna er upphafið að henni. Einhverjar tafir virðast hafa orðið á samþykkt á tónlist svo hér kemur hún á rokk.
Nú hef ég í langan tíma barist fyrir því að komið væri upp sérstöku áhugamáli fyrir tónlist frá 1955-1975. Svo virðist sem ég hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda (vefstjóri: þú átt enn eftir að svara pósti mínum frá því í ágúst) en það sama verður ekki sagt um notendur huga þar sem ég hef fengið gríðarstóran hóp hugara til að styðja það að áhugamálið verði sett upp. Sökum þess hve listinn er langur ætla ég ekki að birta hann hérna en hann má nálgast á korkum á forsíðu.
Nú kynnu ýmsir að spyrja: “Til hvers þarf sér áhugamál undir gullaldartónlistina?”. Þessu er einfalt að svara. Þessi tónlist sker sig úr tónlistarsögunni þegar hljómsveitir eins og Led Zeppelin, Bítlarnir, Pink Floyd og tónlistarmenn eins og Bob Dylan og Jimi Hendrix voru að spila sína bestu tónlist. Þessi tónlist fellur ekki bara undir rokk eins og sumir vilja halda fram, þetta var einnig sá tími þar sem frægðarsól röddunar steig hæst (4Seasons) og einnig gulltími lagahöfunda (t.d. Monkees). Þessi tónlist fellur því ekki öll undir rokk, og þó svo að hún sé máske komin af sömu rótum er sér áhugamál fyrir metal og annað undir rokk.
Og svo kemur næsta atriði. Svo virðist sem að stanslaust nöldur komi því í verk að áhugamál verði að veruleika. Þannig virkaði það allavega fyrir warhammer menn sem með stanslausu nöldri komu sínu áhugamáli í gegn. Og af hverju ættu aðrir þá ekki að beita sömu brögðum. Ákvað ég því að hefja aðgerðina “operation gold” því að ég hafði beðið um gullið langt á undan warhammer. Vegna þess að vefstjóri kom upp borðaspilsáhugamáli sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hugi.is/gull verði sett upp.
UPP MEÐ GULLÖLDINA