Meðlimir:
——– John “Ozzie” Osbourne (söngur) — fæddur 3.des 1948 —
——– Anthony Iommi (gítar) ———— fæddur 19.feb 1948 –
——– William Ward (trommur) ———– fæddur 5.maí 1948 —
——– Terry Geezer (bassi) ————- fæddur 17.júlí 1949 -

**************** Allir frá Birmingham í Englandi ******************

Allir meðlimir sveitarinnar höfðu áður spilað með nokkrum “local” hljómsveitum áður en þeir komu saman árið 1969 og stofnuðu Black Sabbath, reyndar hétu þeir fyrst Earth en breyttu nafninu eftir túr um Evrópu enda kannski einum eða jafnvel tveimum og hippalegt nafn fyrir hljómsveit af þessum toga.

Þeir fengu samning við The British Vertigo label og þeirra fyrsta plata “Black sabbath” var gefin út snemma árið 1970. Warner brothers gáfu plötuna í Bandaríkjunum og reyndar líka næstu plötu þeirra “Paranoid”.

Black Sabbath hafa ekki átt marga hittara en plöturnar þeirra hafa hins vegar alltaf selst eins og heitar leðurblökur. Black sabbath voru rosalega duglegir við tónleikahald og eyddu mestum tima sínum í það og það skilaði sér líka því að þeir nutu gífurlegra vinsælda og þá sérstaklega í Evrópu.

Árið 1978 hætti Ozzie Osbourne í hljómsveitinni og stofnaði sína eigin sveit, þeir gáfu svo út plötu sem kallaðist Blizzard of Ozz.

Sumarið 1983 varð maður að nafni Ian Gillan nýji söngvari Black Sabbath og þeir gerðu held ég eina plötu saman.. :)


Jæja, þá vitiði líka eiginlega allt það sem ég veit um black sabbath :) — endilega komið með ykkar skoðun og fróðleiksmola :)