Black Sabbath voru og eru frábær hljómsveit. Stofnuð 1968. Hét fram að því The Polka Tulk Blues Band og síðar Earth. Þeir ákávðu að hætta að nota nafnið Earth því að það var önnur hljomsveit í Birmingham með því nafni. Sú hljómsveit spilaði jass eða dinnertónlist og það gerðist oftar en einu sinni að Ozzy og félagar voru bókaðir til að leika fyrir dansi á virðulegu balli í stað hinnar Earth. Þeir breyttu þá nafninu í Black Sabbath en það var nafn á lagi sem þeir höfðu nýlega samið eftir að Butler las bók með þessu nafni eftir Dennis Wheatly sem var afar vinsæll í Bretlandi á þessum tíma.
Þeir tóku upp sína fyrstu plötu, Black Sabbath 1969 en hún kom ekki út fyrr en 1970. það tók ekki nema nokkra daga að taka plötuna upp og kostnaðurinn var sáralítill. Engu að síður þótti sandið á plötunni gefa nýjan tón og hún seldist mjög vel. Paranoid kom einnig út árið 1970 og hún er hlaðin af þeim lögum sem síðar urðu klassísk. War Pigs, Paranoid, Iron Man og Planet Caravan sem Pantera gerðu góð skil á Stronger than all.
Síðan fylgdu plöturnar hver eftir aðra og þeir voru einkar duglegir við að spila á tónleikum. Master of reality kom 1971, Volume 4 kom 1972 og Sabbath Bloody Sabbath kom 1973. Þar kvað við nýjan tón og þeir reyndu fyrir sér í tónlist sem var með svolítið klassískt yfirbragð á köflum. Eftir þetta fór svolítið að halla undan fæti hjá þeim félögum og margir telja að þeir hafi aldrei náð fyrri hæðum. Bæði var komið upp ósætti innan bandsins og síðan var sukk og dópneysla orðin mikil. Umboðsmaður þeirra sagði seinna að þeir eyddu alltaf u.þ.b. helmingi meira í dóp á meðan þeir væru í upptökum en kostaði að taka plötuna upp.
Það þótti ýmislegt athyglisvert á Sabotage sem kom út 1975, en það voru samt greinilega vandamál sem sjást bara af því að skoða umslag plötunnar. Ozzy var stjarnan í bandinu og það var byrjað að skiptst í Ozzy og hinir. Það kom líka út “Best of” plata 1975: We sold our soul for rock´n roll. 1976 kom Techincal Ecstasy út sem var eiginlega alveg hræðileg. Ozzy var farinn að fara sínar eigin leiðir, sokkin djúpt í sukkið og kominn á skjön við hina.
Ozzy hætti rétt áður en upptökur á Never Say Die hófust. þeir réðu þá nýjan söngvara sem tók upp eitt lag og kom fram í Top of the Pops með þeim. Hann staldraði ekki lengi við því Ozzy sá eftir að hafa hætt og kom aftur til liðs við þá til að taka upp Never say Die. Það entist ekki og hann fór aftur í fússi áður en upptökunum var lokið. Bill Ward trommari söng því eitt lag auk þess sem bætt var inn einu instrumental lagi. Never Say die var fín á köflum en fékk ekki mikinn hljómgrunn enda var pönkið orðið allsráðandi á þeim tíma. Ozzy fór og stofnaði sína eigin hljomsveit og sló í gegn í Bandríkjunum.
Margir héldu að nú væru dagar Sabbath taldir, en þeir ákváðu að halda áfram og réðu Ronnie James Dio sem áður hafði verið söngvari Rainbow og var því vel þekktur í þessum bransa á þeim tíma. Þeir gáfu út þrjár plötur að þessu sinni. Hina frábæru Heaven and Hell 1980, Mob Rules 1981 og Live Evil 1983. Það var nokkuð annar tón í bandinu með Dio en engu að síður stóð þetta efni vel fyrir sínu. Dio hætti þó vegna samstarfsörðugleika 1983. því hefur verið haldið fram að þá hafi hinir félagarnir verið að vinna að því að fá Ozzy aftur, en hann var þá gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og þeir hafi ákveðið að bola Dio út vegna þess. Ozzy hafði hinsvegar engann áhuga og þeir réðu þá óvænt fyrrum söngvara Deep Purple, Ian Gillan. Saman tóku þeir upp plötuna Born Again, sem fékk misjafnar viðtökur, en er afar vanmetin. Gillan hætti ári síðar og fór að vinna við að endurvekja Deep Purple. Hann viðurkenndi síðan að það hefðu eingöngu verið peningarnir sem í boði voru sem fengu hann til að ganga í Sabbath.
Síðan 1983 hefur starfsemi hljómsveitarinnar einkennst af miklum mannabreytingum, en Tony Iommi er eini maðurinn sem alla tíð hefur verið um borð. Geezer Butler hefur komið og farið og Bill Ward trommari hefur stundum verið með. Dio gekk til liðs við þá aftur 1991 og var á einni plötu með þeim þá, en það var Dehumanizer 1992. Um það leyti komu þeir og spiluðu á Akranesi sem frægt varð. Dio hætti í annað sinn þegar Iommi fór að reyna að fá Ozzy inn aftur 1992. Þá tók Rob Halford söngvari Judas Priest við á nokkrum tónleikum, en síðan söng Ozzy á nokkrum tónleikum. Á þessum tíma komu út: Seventh Star 1986, Eternal Idol 1987, Headless Cross 1989 og Tyr 1990. Glenn Hughes söng á þessari fyrstnefndu, en Tony Martin á hinum.
Á árunum 1993 – 1997 var Tony Martin söngvari, en það var ekki mikið að gerast á þessum tíma. Þeir gáfu þó út tvær plötur og spiluðu dálítið. Þær voru Cross Purposes 1994 og síðan Forbidden 1995 en þar tók Ice-T undir í einu lagi.
Árið 1997 gekk Ozzy aftur formlega til liðs við félaga sína. Þeir hafa í raun ekkert gefið út annað en safn og hljómleikaplötur, því Ozzy var samningsbundinn plötufyrirtæki. það stendur þó til að þeir taki upp nýtt efni á næsta ári og það verður spennandi að heyra hvort ekki sé eitthvað líf í gömlu glæðunum. Forbidden frá 1995 er síðasta stúdíóafurð þeirra og hún er ekkert sérstök, en Tony Iommi er glúrinn lagasmiður.