Tónleikar í gær í Norðurkjallara, fámennt en góðmennt. Synd að svona fáir skyldu mæta því tveir þriðju hljómsveitanna voru að rokka slíkt feitann að slíkt og þvíumlíkt hefur ekki sést síðan Robert Plant söng Immigrant Song í sturtunni forðum. Þunglyndir og brúnaþungir stigu liðsmenn síðrokksletisveitarinnar Oblivion fyrstir á svið og hófu tilraunir sínar til komast að því hve leiðinleg lög hægt er að spila í Der Nordenkjeller áður en áhorfendur hlaupa grátandi út. En kjallararottur eru harðar af sér og þraukuðu þrátt fyrir lög eins og “Dark Angel” og fleiri í þeim dúr. Póst-Póstrokkdrengirnir sáu að hér yrði enginn rændur vitinu og spiluðu því alveg ágætt lag í lok tónleikanna. Þ.e.a.s það var ekki leiðinlegt heldur alveg áhlustanlegt. Ég veit ekki hvort það geti verið að hljómsveitin Oblivion eigi sér marga aðdáendur en máski er einhver þarna úti sem fílar þetta. En ekki ég. Púff nei. Þetta var svo heiftarlega leiðinlegt. Spila fínt samt og síðasta lagið var gott.
Því næst á svið kom eigthieshardassrokkmulningsvélin Isidor. Þeir eru og verða skemmtilegasta sviðsveit landsins. Harðasti trommari landsins, Addi Kjarnaoddur sýndi og sannaði að hann er einnig besti trommari landsins, Orri píndi út úr gítarnum sínum rosalegustu hetjusóló ever síðan Axl Rose og Steingrímur bitchslappaði bassann sinn héðan til Kentökkí og sýndi þá rosalegustu sviðstanda sem undirritaður hefur séð. Jón Þór var voða dúllulegur sem endranær og mjólkaði gítar sinn sem kýr að sumri. Snillingar.
Ókind fleytti síðan fram slögurum á færibandi af nýju plötunni sinni sem kemur í !febrúar! (samkvæmt PA manni Ókindar, Bigga bassaleikara), en hún mun boða byltingu í íslenskri tónlist. Ókindarrokkið er komið til að vera, sem betur fer. Megi póst-póstrokkarar landsins og leiðindapúkar vara sig.
Steingrímur söngvari steig á stokk, stíflaður af kvefi og kom það ekki að sök. Veitti rödd hans heldur angurværan blæ sem heillaði áheyrendur í lið með sér, enda voru þeir eftir sig eftir mulning Isidor. Nýju lög Ókindar verða sífellt betri og betri og þeir eru búnir að afmarka sér ákveðin. They walk the road less travelled, öfugt við ákveðnar hljómsveitir þá hafa þeir byggt upp sína eigin tegund rokktónlistar og blásið þannig lífi í deyjandi listform (að mati greinarhöfundar mind you).
Tónleikunum lauk síðan með kover lagi Ókindar á laginu Blautböllur eftir strákahljómsveitina Eszet, þar sem Ingi gítarleikar crowd surfaði sér á áhorfendur á fremsta bekk, greinarhöfund þar meðtalinn.
Stórkostlegir tónleikar, svolítið seinir í gang og fámennir, en það verður ekki við hljómsveitinar að sakast.
***/5 fyrir tónleikanna.
tekið af www.atlividar.com