28 október næstkomandi er gleðidagur fyrir Nirvana aðdáendur. Þann dag kemur nefnilega út löngu tímabær safnplata frá þessari goðsagnakenndu rokkhljómsveit frá Seattle.
Þetta er um leið staðfesting á því, að illdeilur og málaferli eru úr sögunni milli Courtney Love og hinna tveggja eftirlifandi meðlima Nirvana, Dave Grohl og Krist Novoselic.
Safnplatan mun heita Nirvana….. og ekkert meira (ekki Best of eða eitthvað svoleiðis). Hún mun hún innihalda alla smelli sveitarinnar ásamt einu “nýju” lagi sem heitir “You Know You're Right” sem tekið var upp í kringum upptökuferli plötunnar In Utero (1993). Radio X eru einmitt byrjaðir að spila lagið og maður fær gæsahús þegar maður heyrir lagið.
Semsagt, ég fer útí plötubúð 28 október.