Hérna um árið fór ég á eina af stefnumótatónleikum Undirtóna og ein af sveitunum sem var að spila var þessi sveit, Dr. Spock. Ég man að ég hafði aldrei heyrt um hana eða því síður í henni, en það sem ég heyrði á tónleikunum fannst mér bara alveg hrikalega gott. Virkilega fönkað metal með íblandi af Meshuggah og nettum Ham áhrifum, enda nutu þeir fulltingis Óttars Proppé í einhverjum lögum.

Núna bara rétt í þessu var ég að uppgötva mp3 með því lagi sem mér fannst hvað best, lagi sem heitir Andskotinn. Þetta lag er hérna:
http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3/drspock/drspock _andskotinn.mp3
Ef mér skjátlast ekki þá syngur Óttar á þessu lagi með þeim þarna. Mér finnst lagið innihalda alveg fullt af Meshuggah áhrifum, svona chunky chaotic riffs eins og þeir láta frá sér. Svo skiptir lagið alveg um gír og við fáum smá melódískan kafla sem er ekkert minna an brilliant.

Ég segi það bara og skrifa hér og nú að þetta er líklega með betri íslenskri tónlist sem ég hef nokkurn tímann heyrt, þó svo að lagið þarna sé alltof stutt, enda bara 2:25

Spurningin er því hvort að einhver hérna viti meiri deili á þessari sveit, hefur hún gefið eitthvað út, og þá hvað og er ekki hægt að fá þessa kalla til að koma saman aftur til að gera eitthvað sniðugt?? Mig minnir nefnilega að á þessum tónleikum hafi það komið fram að þessir gaurar byggju ekki allir á Íslandi og þess vegna væri sveitin ekki starfandi nema stöku sinnum.

Þorsteinn
Resting Mind concerts