The Doors
Meðlimir:
James Douglas Morrison söngvari, fæddur 8 desember 1943 í Melbourne, Flórída.
Dó 3. júlí 1971 í París, Frakklandi.
Robert Krieger gítarleikari, fæddur 8.janúar 1946 í Los Angeles, Kaliforníu.
Raymond Manzarek bassaleikari/hljómborðsleikari, fæddur 12. febrúar 1943 í Chicago, Illinois.
John Densmore trommuleikar/hljómborsleikari, fæddur 1. desember 1943 í Los Angeles, Kaliforníu.
The Doors byrjuðu í U.C.L.A í Bandaríkjunum á miðjum sjöunda áratugnum þar sem Jim Morrison lagði stund á kvikmyndanám. Þar kynntist hann Ray Mancarek sem var líka nemandi í skólanum og hljómborðaleikari í svona local hljómsveit og urðu þeir strax góðir vinir :) Seinna meir í svokölluðum Maharishi Yogi hugleiðslutíma kynntust þeir John og Robbie og stofnuðu hljómsveit. Morrison fann upp á nafniðu The doors, ég held að það hafi verið tekið úr einhverju “kvóti” annars veit ég það ekki nógu vel. Allavega, þeir byrjuðu að spila á litlum klúbbum og börum á Sunset Strip og oftar en ekki sem upphitunar-hljómsveit.
Eitt kvöldið kom Jac Holaman forseti Elektra records á stað sem kallaðist Whiskey a go go til þess að sjá hljómsveitina Love koma framm, en það vildi svo skemmtilega og heppilega vel til að Doors voru einmitt að hita upp fyrir þá þetta kvöld. Og þótt að Holaman hafi ekki fílað þá við fyrstu hlustun þá kom hann aftur nokkur kvöld og endaði á því að bjóða þeiom samning seinnt árið 1966.
Fyrsta platan þeirra var svo gefin út árið 1967 ásamt singli “break on through”, en þegar sjö mínútna útgáfan af Light my fire fór að heyrast í útvarpinu þá varð það miklu vinsælla og skaust strax upp á toppinn í bandaríkjunum og þá fóru hjólin svo sannalega að snúast já þeim doors meðlimum og áttu þeir hvern hittaran á fætur öðrum.
Þegar síðasta platan þeirra var gefin út var Jim Morrison orðin heldur betur skrítin og frekar mikið þunglyndur og fór til París árið 1971 til þess að semja en restin af hljómsveitinni varð eftir í bandaríkjunum og héldu þeir bara áfram að æfa. En svo 3. júlí sama ár dó Jim Morrison og var grafinn í París.
Þótt að restin af hljómsveitinni hafi haldið áfram eftir dauða Morrison og tekið upp tvær plötur í viðbót (Weird scenes inside the goldmine og Full circle) hætti hljómsveitinn samt sem áður snemma árið 1973.
Í dag er Jim Morrison ennþá risastór innan tónlistargeirans og hans er sárt saknað (eins og Janis Joplin, Curt Kobain og Jimi Hendrix sem öll ösnuðust til þess að deyja svona ung)
John var eitthvað að vesenast með einhvern þátt á MTV, Robbie fór sóló og Ray pródúseraði plötur fyrir hljómsveitina X :)
Ég veit að þetta er ekkert rosalega löng eða ýtarlega grein.. en mig langaði bara að skrifa þetta svo að ég vona að það sé alltílagi :)