Þetta er grein sem ég byggði á grein sem birtist á www.negativland.com, og birtist á www.hljomalind.is fyrir nokkrum misserum. gaman væri að heyra álit fólks á þessum málum.
Snemma á nýjunda áratugnum stóð sala á vínylplötum, kassettum, plötuspilurum og kassettutækjum í stað og jókst því kvorki né né dróst saman. Það var alls ekki gott fyrir þá framleiðendur sem áttu hagsmuna að gæta. Þá vantaði eitthvað nýtt, nýja leið til að miðla tónlist á meira spennandi máta. Þeirra gæfa fólst í hugmynd starfsmanns Phillips samsteypunnar (eigendum PolyGram Music, Island Records og eins helsta framleiðanda varnamálatækja/varnings í heiminum), að gera neytendur tónlistar spennta fyrir einhverju nýju, einhverri nýrri aðferð til að hlusta á tónlist og einhverjum nýjum græjum til að spila hana á. Þá vantaði einhverja leið til að sannfæra bítlakynslóðina til að kaupa gömlu plöturnar, sem þeir áttu fyrir, aftur. Þeir þurftu að úrelda græjurnar sem fólk átti fyrir.
Þannig að geisladiskurinn varð til, í allri sinni ál, - plöstuðu og stafrænu dýrð og 75 mínútur ákveðinn sem hámarks spilunartími þar sem forstjóri Phillips vildi fá eitthvað sem gat spilað uppáhalds tónlist hans, 9. sinfóníu Beethovens, í allri sinni dýrð án þess að stoppa.
Geisladiskurinn varð, fyrst um sinn, ekki eins vinsæll og vonir stóðu til. Til að mynda var verðið á honum of hátt en að sögn hagsmunaaðila var sú staðreynd að þeir voru framleiddir í Japan og há gallatíðni helstu orsakir þess. Þriðjungur diskana náðu aldrei út fyrir verksmiðjuna og enduðu í ruslinu, sökum flókinnar framleiðslu. Sökum þessa aukna kostnaðs var snemma ákveðið innan tónlistarbransans að tónlistarmönnum yrði áfram borgaðar prósentur byggðar á smásöluverði vínylplatna, frekar en hærra smásöluverði geisladiska. Og enginn vildi kaupa geislaspilarana heldur, þar sem þeir voru einfaldlega allt of dýrir.
En allt í einu, árla vors 1989, gerðist eitthvað undursamlegt fyrir tónlistariðnaðinn. Allt saman breyttist á nánast einni nóttu! Geisladiskar voru út um allt. Skyndilega voru þeir aðalmálið og samtímis urðu vínylplötur svo gott sem ófáanlegar!!??!!
Þessi breyting hlýtur að hafa orðið því að þetta var það sem neytandinn vildi….ekki satt? Við búum í neytendadrifnu þjóðfélagi þar sem við, neytendur, ráðum eftirspurninni….ekki satt?
Nei, rangt! Það sem í rauninni gerðist var þetta: Sveigjanlegir skilmálar á milli hljómplötuverslana og sjö stærstu dreifingaraðila tónlistar í heiminum höfðu ríkt alla tíð. Þeir leyfðu verslunum að “kaupa” eitthvað af dreifingaraðilunum og ef það seldist ekki, þá gátu þeir alltaf skilað því aftur. Þetta gerði hljómplötuverslunum kleyft að taka meiri sénsa í innkaupum á nýjum titlum eða öðrum sem þeir þekktu minna til, því að þeir gátu alltaf skilað þeim aftur ef þeir seldust illa. Allavega, vorið 1989 tóku allir sjö dreifingaraðilarnir höndum saman og tilkynntu að þessu yrði nú hætt á vínylplötum og að þeir myndu einnig eyða miklu af gömlum lagerum af vínylplötum. Þessar aðgerðir hreinlega neyddu verslanir til að hætta að selja plötur. Þær höfðu einfaldlega ekki efni á að taka áhættuna á fyrrnefndum titlum því að ef þeir seldust ekki þá sætu þeir uppi með þá. Skyndilega urðu allar hljómplötuverslanir að skipta yfir í geisladiska. Áhrifin af þessu urðu að neytandinn hafði ekki lengur val, valið hafði þegar verið gert fyrir hann (okkur!). Hátt verðsettum geisladiskum var beinlínis troðið í skoltin á okkur, hvort sem við áttuðum okkur á því, eða hvort sem okkur líkaði það eða ekki.
Eins og áður var minnst á, þá voru plötufyrirtækin að borga hljómlistamönnum prósentur af sölu geisladiska byggt á smásöluverði vínylplatna (eða náðu sömu markmiðum með ákvæðum í samningum sem höfðu að gera með kostnað hljómlistamannsins í pökkun og frágangi platna). Á sama tíma og geisladiskarnir höfðu náð yfirhöndinni og þessir sjö stærstu dreifaraðilar höfðu allir komið sér upp eigin geisladiskaverksmiðjum, þá hrapaði gallatíðnin niður í nánast ekki neitt og framleiðslukostnaðurinn lækkaði einnig stórlega. Þá hefði maður búist við annari eins lækkun í smásöluverði diska og að ágóðanum yrði nú skipt sanngjarnlega með hljómlistamönnunum sem voru að gera tónlistina.
Þetta auðvitað, gerðist aldrei. Verð á geisladiskum hefur haldið áfram að hækka, jafnt og þétt, upp í þetta ótrúlega verð sem þeir eru nú komnir í, á meðan framleiðslukostnaður hefur minnkað í minna en það kostaði að framleiða vínylplötur, sem voru þó næstum því helmingi ódýrari. Geisladiskur, með hulstri, bæklingi og bakhlið kostar nú á dögum stóru fyrirtækin um 80 kr. í framleiðslu, og litlu óháðu útgáfurnar á milli 150 og 200 kr. Sem þýðir að geisladiskar ættu að kosta neytandan minna en það sem vínylplötur gerðu fyrir meira en áratug síðan, ekki meira. En tónlistabransanum tókst að telja fólki trú um að borga meira, og útgáfurnar vöndust því að græða meira, og útgáfurnar halda áfram til dagsins í dag að borga hljómlistamönnum prósentur eins og þeir væru að selja geisladiska á verði vínylplatna. Þessar auka 400-600 krónur renna beint í vasann á hljómplöturisunum, ekki í vasa listamannana. Og við þurftum öll að hlaupa út og kaupa og geislaspilara (sem höfðu skyndilega lækkað stórlega í verði?!?). Þannig að það er ekki að undra að útgáfur og framleiðendur hljómtækja elskuðu geisladiskinn. Því er ekki að undra að árið eftir þessa byltingu, þegar efnahagur viðkomandi ríkja var í lægð, þá náði tónlistarbransinn hæsta hagnaði sem þeir höfðu nokkurn tímann náð!
Ef þetta angrar þig eins mikið og mig, þá ertu kannski að hugsa afhverju þú heyrðir aldrei af þessu. Ástæðan er afar einföld. Mestur fréttaflutningur úr innviðjum tónlistarbransann á sér stað í músíkpressunni og músíkpressan treysti nær eingöngu á auglýsingatekjur frá hljómplötuframleiðendum/útgáfum og velvild bransans sem hún skrifar um. Þannig að til þess að “rugga ekki bátnum” eða að reita ekki fólkið til reiði sem pressan treysti hvað mest á, peningalega séð, að þá hefur aldrei verið minnst á þetta einu orði. Og með fyrirsjáanlegum vinsældum DVD diska, þá lítur út fyrir að tónlistabransinn sé að gera sig líklegan til að leika sama leikinn aftur.
- þýðing: Gylfi Blöndal (gylfib@hotmail.com)
unnið upp úr grein á negativland.com