Þeir komu sér upp litlum aðdáendahópi og breyttu nafninu yfir í The High Numbers og gáfu út smáskífuna I’m the Face undir því nafni. Eftir að smáskífan seldist ekkert skiptu þeir út umboðsmanni sínum og tóku aftur upp nafnið The Who, og hófu að spila R&B* skotið rokk. Í lok ársins 1964 höfðu þeir nokkuð stóran aðdéndahóp og fljótlega gáfu þeir út lagið I Can’t Explain sem vakti þá litla athygli. Eftir framkomu í sjónvarpsþættinum Ready, Steady, Go þar sem að Moon og Townsend rústuðu hljóðfærum sínum í lok þáttarins fór lagið í fyrsta sæti vinsældarlistans. Platan My Generation fylgdi í kjölfarið og seldist ágætlega.
Allir meðlimir The Who sömdu lög fyrir næstu plötu sveitarinnar, A Quick One, og titillagið var tíu mínútna smá-rokkópera sem var eitthvað sem Townsend hélt áfram að þróa á næstu árum. Platan seldist ágætlega í Bretlandi og eftir að nafninu á henni var breytt í Happy Jack komst hún á Topp 40 lista í Bandaríkjunum. Hinn venjulegi áhangendahópur The Who hafði minnkað á þessum árum og Townsend sökkti sér því í að semja rokkóperu um blindan, heyrnarlausan og mállausan strák.
Annars hafa meðlimir The Who sagt frá því að hugmyndin að því að búa til rokkóperu hafi komið til þegar þeir buðu framleiðandanum sínum að líta á lag sem þeir tóku upp. Í “laginu” voru Townsend og Entwistle að leika sér á hlóðfærin meðan að Daltrey söng klassíska aríettu í bakgrunni. Skellihljæjandi sögðu þeir framleiðandanum að þetta væri “rokk ópera”.
Platan Tommy kom út árið 1969 og var ein af fyrstu rokkóperunum. Hún fjallaði um blindan, heyrnarlausan og mállausan strák sem var ógurlega góður í kúluspili og ætlaði að ráða heiminum. Hann var ógurlega góður í kúluspili af því að þegar breskur blaðamaður sem hafði gaman af kúluspili var að taka viðtal við þá ákváðu þeir að platan þyrfti að fá góða umfjöllun áður en hún kæmi út. Townsend sagði blaðamaðinum að “Tommy ætti að spila einhverja íþrótt eins og fótbolta… eða kúluspil.” Blaðamaðurinn sagði samstundis að platan ætti eftir að slá í gegn og Townsend hljóp heim og samdi Pinball Wizard. Platan naut gríðarlegra vinsælda bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi og var bæði kvikmynduð og breytt í leikrit.
Townsend, sem var aðal lagahöfundur sveitarinnar, hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að fylgja Tommy eftir. Hann ætlaði að semja aðra rokkóperu í vísindaskáldskaparstíl sem átti að heita Lifehouse en hljómsveitin sagðist ekki skilja söguþráðinn og eftir erfiðleikana við upptökur Tommy og stress tónleikarferðalagsins sem fylgdi fékk Townsend taugaáfall. Þegar hann náði sér sagði hljómsveitin skilið við Lifehouse verkefnið og tók upp plötuna Who’s Next í staðinn. Fimm af lögum plötunar voru spiluð dag og nótt í útvarpi og velgengni plötunnar fékk Townsend til að reyna að semja aðra rokkóperu.
Quadrophenia átti að endurspegla sjöunda áratuginn og fjallaði um strákinn Jimmy sem hafði fjóra persónuleika. Verkið var hins vegar erfitt í flutningi á tónleikum og var allt of þungt almenna aðdáenda að melta. Eftir útgáfu Quadrophenia byrjaði The Who að liðast í sundur og Entwistle hóf sólóferil sinn. Hljómsveitin gaf samt út hina mjög svo persónulegu The Who By Numbers árið 1975 og eftir stutt hlé gaf hún út Who Are You árið 1978. Í staðinn fyrir að beygja sig fyrir pönki sem var að ryðja sér til rúms á þessum tíma var þetta flóknasta plata The Who til þessa, með gífurlegum áhrifum frá listrokki**. En 7. september 1978, rétt eftir útgáfu plötunnar, dó Keith Moon trommari The Who á hótelherbergi sínu. Entwistle tók fréttum af dauða Moons sérstaklega illa því hann var hans nánasti vinur í hljómsveitinni. Hins vegar var Entwistle spurður í viðtali hvort þeir ætluðu að fá sér nýjan trommara. Furðu lostinn sagði Entwistle: “Ertu vitlaus? Við vorum að losna við einn.” Entwistle hafði virkilega skrýtinn húmor þegar kom að dauðanum. Hljómsveitin hélt áfram að starfa en meðlimum hennar fannst The Who hafa hætt að vera til á því augnabliki.
Þeir hófu tónleikaferðalag en það var stöðvað þegar 11 áhorfendur voru troðnir til bana á tónleikum í Cincinatti þann 3. desember. Eftir tónleikana liðaðist The Who í sundur. Townsend varð háður alkóhóli og kókaíni og Entwistle og Daltrey hófu að einbeita sér að sólóferlum sínum. The Who hefur einstaka sinnum tekið saman aftur síðan að þeir hættu, þá til að spila á tónleikum. Í júní á þessu ári áttu þeir að hefja tónleikaferðalag í Las Vegas en bassaleikarinn John Entwistle fannst látinn á hótelherbergi sínu þann 27. júní. Daltrey og Townsend ákváðu að halda áfram án hans og er The Who nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.
*Vinsamlegast athugið að á þessum tíma stóð R&B fyrir Rythm and Blues, sem sagt alvöru tónlist.
** Prog Rock íslenskað á tveimur sekúndum.
Drink mate! Get the noise!