Skid-Row er hljómsveit sem margir eru líklega sannmála um að hefði komist eins langt og Guns N Roses ef ekki lengra, hefði ekki til rifrilda komið milli Sebastians (söngvarans) og hinna meðlima
Skid-row. Skid-Row kom með lög eins og “youth gone wild, 18 and live, slave to the grind” o.f.l. sem allt voru stórir smellir á sýnum tíma. Þegar Sebastian hætti var hljómsveitin ekki langt frá því að vera vinsælasta rock n roll band í heimi og ákvað ég því að rifja upp sögu Skid-Row sem fæstir af yngri kynslóðinni þekkja.
Toronto
1986:
Byrjaði ballið þegar Rachel Bolan (bassaleikari)Kurt Cobain
(sem var fljótlega rekinn og stofnaði þá Nirvana) og
Dave “Snake” Sabo(gítarleikari) fóru að nota þær hugmyndir sem höfðu verið í kollinum á þeim og fóru að semja saman. Rachel var ekki í neinni vinnu né skóla og bjó hjá mömmu sinni, hann var vanur að hanga í tónlistarverslun á hverjum degi með vini sínum sem vann í búðinni, hann hét Scotti Hill (gítarleikari) og byrjaði í hljómsveitinni nokkrum mánuðum eftir stofnun hennar(þegar Cobain var farinn).Dave fékk síðan gamla vin til að spila á trommur fyrir sig, Rob Affuso sem kom á svipuðum tíma og Scotti (gítarleikari).
1987:
Bandið var komið á fullt skrið var með góð lög og texta en vantaði söngvara.
Þá heyrðu þeir um gaur að nafni Sebastian Bach (ekki klassíski gaurinn) sem átti að vera frábær söngvari og pottþéttur gaur sem flutti að heiman 15 ára (sem þeim fannst cool). Þeir sendu honum tape og honum fannst þetta pottþétt músik og eins og tónlistinn væri saminn fyrir hann. Hann byrjaði strax í bandinu vegna þess hvað þeir náðu vel saman.
1988:
Skid Row spilaði í fyrsta sinn á sviði, á barnum Rock n Roll heaven. Eftir þetta kvöld þurftu þeir ekki að spila meira á börum því þeir fengu samning.
1989:
Fyrsta Skid-Row platan sem hét eftir hljómsveitinni kom út og seldist í fimm milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Salan jókst en þá meira þegar platan var gefin út á alþjóðlegan markað, Skid-Row var nú framan á öllum tímaritum og var á top 10 á næstum öllum listum. Skid-Row túraði þetta árið í Bandaríkjunum með Bon Jovi og með Motley of Crue í Evrópu. En Skid-Row var farin að vaða yfir stærri böndin, meðal annars hituðu þeir einu sinni upp fyrir Aerosmith og eftir að Skid-row var búin að spila gat Aerosmith ekki byrjað því allt var brjálað og allir vildu Skid-Row aftur og luku þeir því tónleikunum. Í lok ársins varð plantan “platium world wide” eða platínu plata á alþjóðlegum markaði.
1990:
Skid-Row gefur út “Slave to the grind” plötuna og fara í lengstu hljómsveitarferðina sína. Þar spiluðu þeir meðal annars með
Iron Maiden á “Rock In Rio”(1992) og var það mjög vel sótt eða 100.000 manns sem mættu. Svo enduðu þeir túrinn með því að spila í 6 mánuði með Pantera. Eftir þetta tóku þeir sér svo tveggja ára frí frá öllu.
1996:
Skid-Row gaf út diskinn “The Subhuman Race” og kynnti diskinn með því að hita upp fyrir Van Halen.
Fljótlega eftir þetta hætti Sebastian. Þá var trommarinn Rob Affuso hættur en hann hafði hætt ári fyrr en Sebastian, ástæða hans var vegna þess að þeir voru hætti að nenna að æfa sig nógu mikið og Rachel Bolan (bassaleikari) var kominn í annað band eitthvað grunge/punk band og sinnti Skid-Row orðið lítið. Ástæða Sebastians var hinsvegar sú að Scotti, (Dave) Snake (gítarleikarar)og Rachel Bolan (bassaleikari) vildu breyta Skid-Row í grunge band en Sebastian vildi bara spila Rock n Roll.
Skid-row gaf út fleirri plötur án árangurs en Sebastian fór út í sóló feril og gekk ágætlega en gaf samt bara út eina plötu. Í dag er Skid-Row ekki búin að gera neitt lengi en samt ekki búin að gefa það út að hún sé hætt. Rachel Bolan (bassaleikari) er líka kominn í annað band og því er ekki við því að búast að við munum heyra meira frá Skid-Row.
Heimildir sóttar hér og þar af netinum þegar
ég hef verið að lesa um þá undarfarið.
-Clony-
-Clony-