Það er hægara sagt en gert að koma utan af landi og ætla að fá þessa stóru karla í útgáfufyrirtækjum landsins(Reykjavíkur) til að gefa út verkin sín. Við í Rufuz komum frá Neskaupstað og höfum nú lokið fyrstu breiðskífunni okkar. Við ætlum að gefa hana út sjálfir því að við höfum aldrei spilað í Reykjavík eða nágrenni svo áheyrendahópur okkar þar er sirka 2 persónur :)
Málið er að útgáfufyrirtæki eru ekki að pæla í að gefa út góða tónlist heldur tónlist sem þeir eru öruggir um að seljist.
Það er rökrétt auðvitað því þessir menn eru að reyna að reka fyrirtæki með hagnaði en það kemur bara niður á landsbbyggðar hljómsveitum.
Við eigum ekki pening til þess að koma suður til þess að spila og því er okkur refsað fyrir fátækt okkar með neitunum útgáfufyrirtækja þó svo að diskur okkar sé betra en flest sem þeir eru að gefa út.
Bjartari tímar eru fram undan þó. www.rokk.is er frábær vefur þar sem allir geta komið lögum sínum á framfæri og í virðingarskyni við þá, gáfum við fyrsta og eina singulinn af disknum okkar aðeins út á rokk.is. Þar getið þið náð í lagið Judgementally ill alveg frítt og skrifað á diska eins og þið viljið.
Og áreiðanlegar heimildir mínar herma að JAPIS sé að byrja að gefa út öll ósamningsbundin bönd sem vilja og ætla að gera út á þann frábæra markað sem í raun ræður tónlistarheiminum á Íslandi í dag.
En verkið okkar kemur út í Október og þá getið þið keypt það fyrst aðeins í JAPIS og Tónspil, Neskaupstað.
Niður með markaðssetningu og gróðaplott
Upp með góða tónlist
Spurning: Hversu lengi geta ríkisbubbarnir gefið út heilalausa FM-tónlist fyrir gelgjur og chockoa sem þurfa að láta aðra hugsa fyrir sig
Svar: Eins lengi og þeir græða á því vegna þess að það er allt uppfullt af þessu fólki á fróninu okkar góða, því miður
Það er vanvirðing við tónlistarunnendur að gefa aðeins út tónlist sem er komin með áheyrendahóp áður en tónlistin kemur út. Fólk á að geta valið um þá tónlist sem það fílar sjálft án þess að útvarpsstöðvar eða útgáfufyrirtæki með sínar markaðssetningar segi þeim hvað það á að hlusta á.
Think for yourself!
-Hlynur Benediktsson, RUFUZ
http://rufuz.nord.is