-Gullöldin- Hvað voru Bítlarnir? hl.1 Hér á þessu áhugamáli kom fram korkur um það hvernig Bítlarnir eru skilgreindir tónlistarlega séð. Þar sem svar mitt við því yrði of langt ætla ég hér að fjalla um það……….


Hvað voru Bítlarnir?

Persónulega mundi ég flokka Bítlana undir klassískt rokk, þ.e. rokk sem mun lifa um alla framtíð “svo lengi sem gumar girnast mær”. Meðal annarra tónlistarmanna í þessum sama málaflokki má t.d. nefna Elvis Presley og gömlu Stones lögin.

Í upphafi voru Bítlarnir eins konar skemmtisveit, þ.e. spiluðu grípandi lög og náðu því (og svo einnig eftir tónlistarlegan þroska þeirra) svo gífurlegum vinsældum að ég leyfi mér það að slá því á föstu að engin hljómsveit hafi náð jafnmiklum vinsældum áður og engin hljómsveit muni nokkurn tíma gera það. Sumir hafa því viljað flokka upphaf Bítlatónlistarinnar sem popp en því er ég þó ekki sammála.

Við verðum nefnilega að taka tillit til þess að þegar að Bítlarnir komu fram var annað ástand á heiminum. Það var ekki þannig að Bítlarnir voru eins og poppsveitir nútímans, þ.e. settar saman af pródúserum og samið ofan í þær öll lög [1]. Nei, Bítlarnir voru nefnilega öðruvísi en allar þær hljómsveitir sem til voru á þessum tíma. Eitt augljósasta dæmið um það var e.t.v. hið “síða” hár sem þeir báru og skáru sig því úr, ólíkt poppstjörnum nútímans sem keppast við að ná sem flestum tímum í ljósabekkjunum og sem kvenlegustu útliti. Ef við berum saman það sem var að gerast í upphafi Bítlanna við nútímann má segja að það jafnist á við að Eminem héldi tónleika fyrir sjö ára gömul börn strangtrúaðra Texas búa (kannski helst til ýkt en þó ekki svo langt frá sannleikanum).
Bítlarnir voru nefnilega uppreisnarmenn þeirra tíma, þeir voru eins og allra hörðustu pönkararnir í upphafi pönkbylgjunnar. Og áhrif þeirra áttu eftir að fara vaxandi…….

Jæja, best að fara að sofa, framhald síðar

Þess má svo til gamans geta að með þessum greinum ætla ég að senda inn myndir til að sýna hvernig hárgreiðsla Bítlanna breyttist með árunum


[1] Þess má þó geta að á fyrstu Bítlaplötunum sömdu þeir ekki öll lögin sjálfi