Hljómsveitin Led Zeppelin var stofnuð árið 1968 upp úr rústum hljómsveitarinnar Yardbirds. Fyrstu tónleikar þeirra Jimmy Page (gítar), Robert Plant (söngur), John Paul Jones (bassi) og John Bonham (trommur) voru haldnir í Kaupmannahöfn í september ‘68 og komu þeir þá fram undir nafninu “The New Yardbirds”. Mánuði síðar höfðu þeir breytt nafninu í Led Zeppelin og í sama mánuði (október) fóru þeir í stúdíó til að taka upp sína fyrstu plötu sem Led Zeppelin og þeir tóku plötuna upp á aðeins 30 klukkutímum. Fyrir lok ársins höfðu þeir skrifað undir samning hjá Atlantic Records og fóru á sinn fyrsta Ameríkutúr í byrjun ’69.
Fyrsta platan þeirra, sem hét einfaldlega “Led Zeppelin” var gefin út í mars ‘69 í USA og náði 10.sæti þar. Tveimur mánuðum síðar kemur hún út í Bretlandi og fer hún í 6.sæti þar. Árið 1969 fór mest í að túra, bæði í USA og Evrópu og á meðan þeir voru á ferðalaginu tóku þeir upp sína aðra plötu “Led Zeppelin II”, sem kom út í október ’69 og náði á toppinn bæði í Ameríku og Bretlandi. Eftir þetta héldu þeir aftur í stúdíó til þess að taka upp sína þriðju plötu. Það má heyra greinilega þróun á þeirri plötu miðað við tvær þær fyrstu. Platan nefndist að sjálfsögðu “Led Zeppelin III” og gaf fyrirrennurum sínum ekkert eftir í vinsældum beggja vegna Atlantshafsins. Fyrir þá sem ekki vita komu Led Zeppelin hingað til lands sumarið ‘70 og sú dvöl leiddi af sér lagið “Immigrant Song” sem einmitt er upphafslag þriðju plötunar, sem kom út í október 1970. Áhugi hljómsveitarmeðlima á því óútskýranlega og dulræna náði hámarki á hinni ónefndu fjórðu plötu sveitarinnar, sem í dag er einfaldlega kölluð “Led Zeppelin IV”. Þessi plata innihélt klassík á borð við “Black Dog”, “Misty Moutain Hop”(Tolkien!) og langfrægasta lag þeirra, “Stairway To Heaven”. “Led Zeppelin IV” varð þeirra söluhæsta plata og átti eftir að seljast í 20 milljónum eintaka næstu 25 árin. Zeppelin-liðar tóku túrinn fyrir LZ III og LZ IV saman og spiluðu á færri, en stærri tónleikum og eftir að honum lauk árið 1972 drógu þeir sig í hlé til þess að taka upp sína fimmtu plötu.
Fimmta plata þeirra kom út vorið 1973 og bar heitið “Houses of the Holy” og þar má heyra tilraunir með fleiri tónlistarstefnur en hinn hefðbundna breska metal sem þeir höfðu spilað fram að því. Platan fór beint í fyrsta sæti víða um heim og á Ameríkutúrnum 1973 slógu þeir öll met, sem flest voru í eigu Bítlanna. Tónleikar þeirra í Madison Square Garden í júlí ’73 voru kvikmyndaðir og sýndir í kvikmyndinni “The Song Reamins The Same” sem kom út árið 1976. Eftir ‘73 túrinn tóku þeir því rólega árið 1974, tóku ekki upp neitt nýtt efni og spiluðu á engum tónleikum. Þeir stofnuðu hinsvegar sitt eigið plötufyrirtæki, Swan Song, sem gaf út allar Zeppelin plötur upp frá því. Árið 1975 kom út fyrsta platan þeirra á hinu nýja merki og bar hún heitið “Physical Graffiti” og var tvöföld. Hún sló að sjalfsögðu í gegn og fyrstu vikuna þá seldist að minnsta kosti eitt eintak af henni á 10 sekúndna fresti, aðeins í Bandaríkjunum. Túr var planaður síðsumars það sama ár, en frestaðist um óákveðinn tíma þegar Robert Plant og konan hans lentu í alvarlegu bílslysi þegar þau voru í sumarfríi á Grikklandi. Túrnum var aflýst og Plant var að jafna sig út árið.
Þeir snéru hinsvegar aftur með nýja plötu vorið ’76, “Presence”. Platan fór beint á toppinn bæði í USA og UK, en í fyrsta skipti höfðu gagnrýnendu almennt slæma hluti að segja um plötu frá Zeppelin og þeir töluðu einnig illa um myndina The Song Remains The Same sem kom út um haustið sama ár. Bandið hélt í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna vorið ‘77, en stuttu síðar lést 6 ára sonur Plants úr magasýkingu og túrnum var umsvifalaust aflýst, sem skapaði óvissu um framtíð hljómsveitarinnar. Plant eyddi síðari hluta ’77 og fyrri hluta ‘78 með sjálfum sér.
Vinna við næstu plötu hófst haustið ’78. Síðsumars ‘79 túruðu þeir um Evrópu og spiluðu meðal annars tvenna tónleika í Englandi í Ágúst og reyndust það vera síðust tónleikar þeirra á Breskri grund. Platan “In Through The Out Door” kom loks út í september og toppaðai alla lista. Í maí ’80 fóru þeir á sin síðasta Evróputúr. Í september sama ár kom hljómsveitn saman heima hjá Jimmy Page til þess að æfa fyrir yfirvofandi Ameríkutúr. Þann 25.september fannst trommarinn John Bonham látinn á heimili Plants eftir roknafyllerí. Hann hafði drepist áfengisdauða og kafnað í eigin ælu. Í desember tilkynntu eftirlifandi meðlimir Led Zeppelin að þeir myndu hætta samstarfi, þar sem hljómsveitn Led Zeppelin væri ekki til án Bonhams.
Eftir samstarfsslitin fóru allir hinir meðlimirnir að vinna að sólóefni. John Paul Jones fór að mixa og pródúsera og gaf loks út sína fyrstu plötu, “Zooma” árið 1999. Jimmy Page gaf út óútgefin Zeppelin lög á safnskífunni “Coda” sem komút árið 1982. Jimmy Page og Robert Plant störfuðu síðan saman síðar meir og eru til margar pöltur fr´æa því samstarfi, sem gengur enn þann dag í dag.