Gaman að nirvana aðdáendur skuli gera þetta. Ég er
nú einn sjálfur og ætti kanski að líta þarna við
við tækifæri (þó tónlistin sé skemmtilegri heldur
en að tala um þá :)).
Ég verð nú samt að viðurkenna að ég verð meira var
við að það sé talað um hversu ofmetnir þeir eru
heldur en hversu milið er talað um nirvana sjálfa.
kannski er það della hjá mér og ég hef bara hitt
svona á að ég sjái meira af kvörtunum heldur en
umræðum um nirvana. Svo finnst mér skrýtið að
nirvana séu “ofmetnir”? eða Kurt Cobain hvort sem
það er sem þið viljið meina að sé ofmetinn. Jú það
er milkið af krökkum/unglingum sem hlusta á þá
daginn inn og út, klæðast fatnaði merkt nirvana,
safna síðu hári og lita það ljóst og rífa
gallabuxurnar sínar tala síðan bara um hvað
nirvana sé góð. Ég fellst undir sitt hvað af
þessum lýsingum þó mér finnist margar hljómsveitir
betri heldur en nirvana.
En gerir það nirvana að ofmetinni hljómsveit ef
þeir eiga marga “die-hard” aðdáendur þrátt fyrir
að hafa farið af sjónarsviðinu fyrir um 8 árum? Er
aðdáendum nirvana ekki frjálst að vera þessir
aðdáendur eða hvað? Og hver á svo að segja til
hvort hún sé ofmetin eða ekki? er hún ekki bara
metin jafn mikils og hún á að vera rétt eins og
öll tónlist fær það lof sem hún fær?
Kanski er ég bara einn af þessum “die-hard”
aðdáendum og er bara að öskra “nirvana eru bestir”
og ég ætti frekar að halda mér saman áður en að
fólk fer að tala illa um mig og hættir að taka
mark á orðum mínum.