Jæja, þá er maður kominn heim af Roskilde 2002 og er óðum að ná mér mér eftir sukkið (fjórða árið í röð!!). Ég ætla að reyna að deila ferðasögu minni með ykkur eða það sem ég man af henni!
Ég og nokkrir félagar mættum í Leifstöð mánudaginn 24.júní sl. og fórum í loftið kl.17 í tómri vél. Þegar við lentum í Danmörku var orðið dimmt og við ákváðum því að taka bara leigubíl beint til Roskilde og eftir mikið vesen í að finna rétta innganginn þurftum við að fara inn um vitlausan inngang og labba yfir ALLT svæðið yfir á hinn endann, í kolniðamyrkri. Loks þegar við fundum tjaldsvæði og vorum búnir að slá upp búðum lá leiðin beint í Tuborg-tjaldið (asnalegt að hafa ekki lengur Carlsberg þarna) og farið á heljarinnar fyllerí og góðu Sænski nágrannar okkar voru með jurtina góðu og það kvöld feidaði bara þægilega út.
Daginn eftir héldum við til Köben og gerðum svona það helsta þar, tsjilluðum í miðbænum og fórum í Kristjaníu til að byrgja okkur upp af afurðum af jurtinni góðu. Um kvöldið var gott fyller-og reykerí upp á tjaldsvæði í góðum fíling.
Á fimmtudeginum byrjaði hátíðin sjálf með öllum sínum tilheyrandi látum og viðbjóði. Það voru The Beta Band sem opnuðu hátíðina að þessu sinni með hörkutónleikum á Græna sviðinu og þegar þeir höfðu lokið sér af tóku ræflarnir í Starsailor við á sama sviði og mér fannst þeir leiðinlegir og lét mig hverfa eftir 2 lög. Því næst lá leiðin í næsta bjórtjald og síðan á Andrew WK. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi, finnst þetta frekar einhæf og endingarsnauð tónlist, en maður sá á þessum tónleikum til hvers þessi tónlist er, þetta er pjúra fyllerís-og djammtónlist og nýtur sín vel á tónleikum. Andrew sjálfur var hörkugóður, en aðalgallin var sá að öll lögin hljómuðu nákvæmlega eins, þeir hefðu alveg eins getað spilað “Party Hard” í 50 mínútur, en vegna ölvunnar minnar skemmti ég mér fínt. Næst lá leiðin á Appelsínugula sviðið þar sem Rammstein voru að fara koma fram. Ég hafði aldrei séð þá áður og mér fannst þeir nokkuð magnaðir á sviði. Ég skrópaði á Chemical Brothers þar sem þeir voru á sama tíma og Rammstein og ég sá þá (Chem.Bros.) á Roskilde ‘99. Kvöldið endaði svo í móki reyks og öls….
Föstudagurinn rann upp með skúrum og leiðindaveðri, sem þó aftraði hvorki mér né öðrum hátíðargestum frá því að djamma allan daginn og horfa á tónleika. Prógrammið mitt byrjaði á Blá sviðinu þar sem hin íslensku Múm voru að spila. Ég fílaði plötuna “Yesterday was dramatic, today is OK”, en ég hef lítið sem ekki heyrt í þeirri nýju. Fín hljómsveit, en ég hef aldrei fílað þau á sviði. Því næst fór á Slayer á Appelsínugula og þeir rokkuðu eins og það væri enginn morgundagur!!! Þeir rokkuðu eins og Satan sjálfur væri á hælum þeirra. Eftir klukkutíma af svita og rokki var tekin pása frá tónleikum til þess að drekka meira og reykja meira og síðan um kvöldið var skellt sér á Appelsínugula til þess að sjá Red Hot Chili Peppers. Þeir voru fínir, tóku flestu gamla slagarana í bland við nýtt efni og þeir voru bara fínir. Síðan var beðið og í hellidembu klukkan eitt að nóttu tóku gamlingjarnir í Pet Shop Boys við og þeir sökkuðu ass. Voru að taka ný lög í bland við koverlög! með viðbjóði á borð við U2 og soleiðis. Eftir Pet Shop-hörmungina var haldið heim, en þó stoppaði ég aðeins við í gula tjaldinu þar sem eitthvað var greinilega að fara að gerast. 10.000 goth-þungarokks-norðmenn, sem örugglega brenna kirkjur í frístundum voru saman komnir til þess að tilbiðja Satan og hlusta á Norska ultra-metal-dauða-djöfla-viðbjóðsrokksveitina Satyricon, sem létu Slayer hljóma eins og leikskólakrakka. Ég fór að óttast um líf mitt þar sem ég átti alveg eins von á að mér yrði fórnað, Belsebúbb til heiðurs, þannig að ég lét mig hverfa upp í tjald, þar sem dagurinn endaði Roskilde-stæl (fyllerí og reykingar).
Laugardagurinn tók á móti okkur með glampandi sólskini og gleði og fyrstu tónleikarnir þann daginn voru í Hvíta tjaldinu með þýsku Grandaddy-eftirhermunum í The Notwist. Þeir voru ekkert spes, ég beið eftir Pilot og síðan fór ég og ákvað að líta aðeins á strákana okkar í Mínus, sem voru að spila á sama tíma. Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af þeim, en þeir voru bara ágætir, voða lítið um þá að segja. Næst á dagskrá voru sænsku gleðirokkararnir í Bob Hund á Appelsínugula sviðinu. Ég sá þá líka ’99 og þá voru þeir mun betri, þeir höndluðu ekki alveg jafn stórt svið og það Appelsínugula. Eftir Hundinn var komið að sjálfum “The Kings of Metal”, ManOwaR!!! Þeir rokkuðu eins og vindurinn! Tóku slagara á borð við “Black Wind, Fire and Steel”, “Kings of Metal” og “Heart of Steel” í bland við nýrri og alveg jafngóð lög. Strax á eftir Manowar komu gökmlu snillingarnir í New Order á svið og voru vægast sagt frábærir. Þeir opnuðu á “Crystal”, sem allir ættu að þekkja og fóru þar næst yfir í Joy Division-slagarann “Transmission”. Þeir tóku þrjú önnur Joy Division lög, “Atmosphere”, “She's Lost Control” og að sjálfsögðu “Love Will Tear Us Apart”. Auðvitað tóku þeir lík öll þekktustu lög sín sem New Order líka á borð við “Blue Monday”, “Bizarre Love Triangle”, “Ceremony” og “Thieves like Us”. Frábærir tónleikar og líkalegast þeir bestu á hátíðini. Síðar um nótina var kíkt á Primal Scream, sem voru góðir og enn síðar var kíkt á Yeah Yeah Yeahs sem voru frábærir! Síðan var farið upp í tjald og blablabla… (reykja og drekka!)
Sunnudagsprógramið mitt byrjaði á Gula sviðinu þar sem And You Will Know Us By The Trail Of Dead voru að spila. Þeir voru þéttir og rokkuðu feitt. Frábært feedback-gítarrokk! Húrra fyrir Trail of Dead! Síðan var kíkt á litlu píkupoppsprinsessuna Nelly Furtado og það var bara fínt, mun skárra en ég átti vona á, en þó entist ég aðeins í korter þar. Hún er nú líka fine “piece o'ass”…… Strax á eftir henni voru The White Stripes, sem voru tvímælalaust það besta á hátíðinni ásamt New Order og Spiritualized, sem voru næstir og voru mun betri ég hafði nokkurntíma þorað að vona. White Stripes tóku þó of mikið af eldri plötum sínum, sem fæstir þekkja, en þegar lög af “White Blood Cells” fengu að hljóma ætlaði þakið (himininn) af fjúka af höllinni(tjaldinu)! Næst voru það Spiritualized eins og áður sagði og þeir voru frábærir. Maður fékk að heyra mikið af “Ladies and Gentlemen…..” rétt eins og ég var að vona, þar sem það er besta Spiritualized platan, að mínu mati. Síðan voru það Skosku ræflarnir í Travis sem lokuðu hátíðinni og gerðu það bara vel. Síðar um nóttina kíkti ég á Danska bandið Junior Senior, sen rokkuðu feitt! Og að sjálfsögðu var mesta fylleríið um kvöldið þar sem að vanda var mikið um íkveikjur og ólæti….
Við vöknuðum alltof seint (klukkan hálftvö) við það að það kom vörður að okkur og vakti okkur með látum og sagði að við yrðum að vera komnir í burtu fyrir tvö. Við komum okkur út og sáum þá yfir vígvöll rokksins ALLT í rusli og viðbjóði. Við drulluðum okkur af stað til Köben, fórum á fyllerí og fórum síðan heim næsta dag.
Ég stefni á að snúa aftur að ári (fimmta skiptið í röð!) því þetta er bara of gaman til að missa af!
Roskilde rúlar! …hvernig var hjá ykkur?