Í tilefni af tribute tónleikunum fannst mér tilvalið að koma með smá upplýsingar um Jeff Buckley. Njótið lengi og vel.
Jeff Buckley tók upp gítarinn í menntaskóla til að geta glamrað eitthvað með vinum sínum. Eftir skólann flutti hann til Los Angeles til að fara í tónlistarskóla og spilaði þar með hinum ýmsu hljómsveitum, sem sérhæfðu sig aðallega í djassi og fönki, en hann lék einnig með hljómsveitinni “Sinehead” sem var leiðandi í reggíhreyfingunni þar á bæ. Seinna flutti hann til New York og stofnaði hljómsveitina “Gods and Monsters” með tilraunagítarleikaranum Gary Lucas. Þeir nutu einhverra vinsælla en hljómsveitin hætti fljótlega.
Þegar þarna var komið við sögu hóf Buckley að spila einn á kassagítar á kaffihúsum og börum. Einhverjir höfðu gaman af stráknum því að hann var kominn með ágætis aðdáendahóp á endanum. Hann fékk plötusamning hjá Columbia Records og gaf út smáskífuna “Live at Sin-e” í nóvember 1993. Hún fékk ágætis viðtökur jafnt meðal aðdáenda og gagnrýnenda og ruddi leiðina fyrir frekari útgáfur Buckley.
“Grace”, fyrsta og eina plata Buckley, kom út ári seinna. Gagnrýnendur lofuðu hana í hástert og henni var mjög vel tekið af almenningi, og komst hún á nokkra “Best of 1994” lista. Platan var tekin upp með heillri hljómsveit, ólíkt smáskífunni, og kom það langtíma aðdáendum hans á óvart, því að hann hafði hingað til látið kassagítarinn nægja.
Buckley hóf nú að vinna að næstu plötu sinni sem fékk vinnutitilinn “My Sweetheart, the Drunk”. Buckley vann lengi að plötunni og byrjaði alla vega einu sinni upp á nýtt af því honum líkaði ekki nógu vel það sem komið var. Kvöld eitt fóru hann og vinur hans að Missisippi ánni þar sem Buckley ákvað allt í einu að fara að synda. Lík hans fannst sex dögum seinna.
Eftir dauða Buckley hafa hljómsveit hans og móðir gefið út nokkrar tónleikaplötur og einnig myndbandsupptökur frá einum af tónleikum hans í Chigago. Samansafn af miskláruðum upptökum fyrir “My Sweetheart, the Drunk” kom út 1998 og tónleikadiskurinn “Mystery White Boy” kom tveim árum seinna.
Drink mate! Get the noise!