Hljómsveitin Iron Maiden var stofnuð í Desember árið 1975 af bassaleikaranum Steve Harris og er hann sá eini sem er ennþá meðlimur í bandinu. Gítarleikarinn Dave Murray bættist í bandið árið ‘76 og þeir tveir hafa verið lengst allra í hljómsveitinni. Hljómsveitin var í stöðugum breytingum allt til ársins 1978 (að undanskildum Harris og Murray, sem alltaf hengu í hópnum) þegar bandið gaf út sína fyrstu upptökur, “The Soundhouse Tapes”, sem var nokkurskonar demosafn, sem innihélt meðal annars lagið “Prowler” sem var síðar upphafslag fyrstu breiðskífu þeirra og Maiden klassíkera eins og “Iron Maiden”, “Invasion” og “Strange World”.
Það er kannski rétt að minnast svolítið á Eddie, andlit sveitarinnar. Það var rótari sveitarinnar sem átti svona grímu og hann hljóp alltaf fram og aftur um sviðið á meðan tónleikum stóð. Aðdáendurnir elskuðu þetta og var þetta farið að verða nánast ómisssandi partur af Maiden-giggi. Hljómsveitarmeðlimir nefndu þessa ófreskju Eddie, sem hefur prýtt plötuumslag hverrar einustu Iron Maiden breiðskífu.
Í Janúar árið 1980 hófust þeir handa við að taka upp sína fyrstu breiðskífu, hina frábæru, og líklega eina af bestu metalplötum allra tíma; Iron Maiden. Þeir sem spiluðu inn á þá plötu voru; Steve Harris(bassi), Dave Murray(gítar), Paul Di’Anno(söngur), Clive Burr(trommur) og Dennis Stratton(gítar). Á þessu frábæra byrjandaverki er að finna mörg af bestu lögum Maiden frá upphafi á borð við “Phantom of the Opera”, “Remember Tomorrow” og hið frábæra titillag plötunnar (Iron Maiden). Smáskífurnar urðu tvær, “Running Free” og “Sanctuary”.
Á túrnum sem fylgdi í kjölfarið var gítarleikarinn Dennis Stratton rekinn úr bandinu vegna áhugaleysis og snillingurinn Adrian Smith fenginn til að spila á gítar í stað hans. Mannabreytingar urðu ekki meiri þegar þeir tóku upp sína aðra breiðskífu “Killers”, sem kom út árið 1981. Hún var ekki alveg eins sterk og fyrirrennarinn en innihélt þó meistarastykki á borð við “Wrathchild”, “Murders In the Rue Morgue” og titillagið. Söngvarinn Paul Di'Anno lagðist í mikla drykkju og varð nánast óhæfur til þess að koma fram á tónleikum. Harris sá sér ekki annað fært en að reka hann og hóf samstundis leit að nýjum metalbarka í bandið. Það var maður að nafni Bruce Dickinson, sem kom úr minna þekktri hljómsveit, sem hét “Samson” sem gekk í stað Di'Anno.
Þegar þarna var komið urðu þeir annaðhvort að gera meistarastykki eða hætta, þannig að mikið valt á Dickinson og hvernig söngur hans passaði við sveitina. Þeir tóku upp sína þriðju breiðskífu og hlaut hún nafnið “The Number of the Beast” og kom út árið 1982. Platan sló rækilega í gegn, fór beint á toppinn í Bretlandi og víða annarsstaðar í heiminum. Metall hafði sigrað heiminn með þessari plötu, sem almennt er talin besta plata Iron Maiden (til þessa!) Hún innihélt tvö frægustu lög þeirra fram til dagsins í dag, hið poppaða “Run to the Hills” og titillagið “The Number of the Beast” ásamt þeirra besta lagi (að mínu mati) “Hallowed Be Thy Name”, sem er örugglega eitt besta lag rokksögunnar.
To be continued…