Í tilefni tónleika dúndurfrétta á disknum the wall með pink floyd ásamt heimildarblaði sem gefið var út á tónleikunum ætla ég að vitna í heimildir blaðsins um þessa frábæru hljómsveit
Pink Floyd
Breska hljómsveitin Pink Floyd er meðal fremstu rokk hljómsveitaí heimi frá því um miðjan 7. áratuginn hafa meðlimir hljómsveitarinnar prófað sig áfram með rafhljóð og alls kyns hljóðeffekta í þeim tilgangi að ýta rokktónlist úta á ystu nöf.
Einnig hafa þeir lag áherslu á að verk sín séu gædd ljóðrænum þemum og samhengi. Meðlimum hljómsveitarinnar tókst svo vel upp með þessa þætti að tónlist þeirra er í dagtalin með klassískra tónverka. Sundrung varð í hljómsveitinni á 9. áratugnum vegna valdabaráttu meðlima hennar og seinna vegan baráttu um eignarrétt nafnsins Pink Floyd. Síðan þá hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið lítið meira en ,,risaeðlusýning\'\', þ.e. þeir ná að fylla hverja stórtónleika á fætur öðrum , en eru að bjóða lítið annað en stórkostlegar uppsetningar á þeirra fyrri verkumsem notið hafa mikilla vinsælda. þrátt fyrir stöðnum er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að á upphafsæarum hljómsveitarinnar voru þeir ein framsæknasta hljómsveit í heiminum, bæði á tónleikum og þó sérlega í hljóðverum
Syd Barrett, gítar og söngur.
Fæddur 6.janúar 1946
Syd átti eðlilega æsku og umhyggjusama foreldra. Honum vegnaði vel í námi og var vinsæll nemandi. Hann átti margvísleg áhugamál s.s. tjaldferðir, íþróttir, leiklist og að mála. Hann var einnig skátaforingi.
Dr.Barret, faðir Syds, ýtti undir tónlistaráhuga hans með því að gefa honum banjo og gítar. Dr.Barret lést þegar Syd var aðeins 14 ára. Því hefur verið haldið fram að þetta áfall hafi stuðlað að geðrænum erfiðleikum Syds.
Syd og Dave , annar meðlima Pink Floyd, voru vinir frá unga aldri og voru mikið saman á skólaárum sínum og kenndu þá hvor´öðrum á gítar. Dave var betri gítarleikari, en hæfileikar Syds lágu í orðum og skáldsskap. Samkvæmt Dave vall skáldskapurinn auðveldlega upp úr Syd.
Syd sem svo margir dá og virða, býr nú í einangrun og við slæma heilsu, hugur afburðarsnjalls manns var eyðilagður með neyslu eyturlyfja. Syd er goðsögn og eru örlög hans okkur öllum til varúðar..
George Roger Waters, bassi og söngur.
Fæddur 6. september 1943.
Roger á tvö börn með Pricillu, þau eru Harry og India.
Roger hefur tvívegis verið giftur, fyrst Juda og síðan Carolyn.
Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Roger fæddist lést faðir hans við skyldustörf í hernum. Meðal áhugamála Rogers á unglingsárunum, var að leika með platbyssur og skjóta úr alvöru byssum. Hann vaki oft fram á nætur og var ýmist með útvarpið stillt á útvarpsstöð hersins eða Radio luxemburg. Roger var nemi í liðsforingjarskóla sjóhersins, en líkaði það ekki og var rekinn með skömm. Í framhaldinu var Roger í forsvari í baráttu ungs fólks fyrir kjarnorkuafvopnun. Föðurmissirinn og sorginn sem henni fylgdi hefur alla tíð haft meðvituð og ómeðvituð áhrif á líf Rogers.
Það sem einnig hefur sett mark sitt á líf Rogers er hatur hands á valdakerfinu sem tók föður hans frá honum. Ekki er hægt að neita því að Roger bjó yfir skáldahæfileikum, en vanhæfni hans til að takast á við sorgina og hatrið varð til þess að hann tapaði að lokum vinsældum sínum.
Hann hætti í Pink Floyd á 9. áratugnum
David Jon Gilmour, gítar og söngur
Fæddur 6 mars 1946
David á sjö börn Söru, Clare, Alice og Matthew á hann með Ginger , joe og Gabriel á hann með Polly, og Charlie er sonur Pollyar frá fyrra hjónabandi.
David var, ólíkt Roger waters, alinn upp hjá undanlátssömum og afslöppuðum foreldrum.
Þegar David var þrettan ára gaf nágranni hans honum klassískan gítar og þar með hófst ferðin. Mestu tónlistareiginleikar er tilfinning hans fyrir tónlistinni og tímasetningum. Samkvæmt einum af fyrrum meðlimum hljómsveitarinnarJokers Wild, og margra aðdáenda Davids í dag, er óhætt að segja að hæfileikar hans á gítar séu með ólíkindum. Þegar Dave var unglingur, þurfti fjölskylda hans að flyta til Bandaríkjana vegna vinnu föður hans.
Það varð til þess að Dave þurfti ungur að sjá sér farborða, hann spilaði á herstöðvum í Bandaríkjunum með Jokers Wild, og vann auk þess við ýmis skrýtinn störf, t.d sem fyrirsæta. Allt átti þetta sinn í að gera Dave einbeittan í þeirri hugsun að komast áfram í lífi sínu á eigin forsendum. Meðal annara áhugamála Dave er flug.
Hann á þó nokkurt safn gamalla flugvéla sem hann hefur sýnt og flogið á flugsýningum. Tónlistinn er þó alltaf í fyrsta sæti hjá honum.
Nicholas Berkeley Mason, trommur.
Fæddur 27 janúar, 1944.
Nick á þrjár dætur, Holly, Chloe og Carey, barnsmóðir hans er Lynette. Nick er í dag giftur Annette.
Nick fæddist með silfurskeið í munninum. Ungur að árum fór hann með föður sínum á viðburði hjá Vintage sports bílaklúbbnum. Seinna erfði hann og þróaði með sér ástríðu sína fyrir því að keppa og safna fornbifreiðum. Í Frensham Heights heimavistarskólanum lifir enn minningin um Nick sem hrekkjalóm á heimsmælikvarða.
Meðal þess sem Nick gerir sér til skemmtunar í dag er að eiga og keppa á Ferrari, Bugattí, Maseerati og fleiri bifreiðum.
Richard William Wright, hljómborð og söngur
Fæddur 28. júlí 1945
Rick á þrjú börn , þau eru Gala, Jamie og sonur frá fyrra hjóabandi. Rick er giftur Millie.
Þegar Rick var ungur námsmaður var hann óviss um hvað han vildi starfa við í framtíðinni, en lærði arkítektúr.
Rick kynntist Nick og Roger á námsárum sínum og tók með þeim þátt í stofnum hljómsveitarinar Pink Floyd.
Með því skemmtilegra sem Rick gerir er að stinga af á 65 feta skútunni sinni hvenær sem tækifæri gefst