Stefnumót Undirtóna.

Fram koma:

Mínus
Desidia
Ceres 4

Það verða rosalegir tónleikar nú á miðvikudagskvöld!

Þar kynnum við til leiks glænýtt band, Desidia, með Sindra
Þórsson fremstan í flokki. En hann er einmitt sonur Bjarkar
Guðmundsdóttur og Þórs Eldon fyrverandi Sykurmola.
Desidia leikur metal í ætt við Marlin Manson og Nine Inch
Nails. Sindri og félagar ætla svo seinna í sumar að fara til
Bandaríkjana, nánar tiltekið New York og hljóðrita plötu í
hljóðverinu hennar Bjarkar. Það verður spennandi að fylgjast
með útkomunni.

Ceres 4 þarf vart að kynna þar sem þar er á ferðinni mesti
töffari á íslandi í langan tíma. Ceres 4 sendi frá sér plötu fyrir
síðustu jól og hafa nokkur lög af henni hljómað í útvarpi og á
popptíví. En fyrir þá sem ekki þekkja Ceres 4 þá spila þeir
rammpólítíst pönkrokk. Þetta er þrusu band með brjálaðann
performer á tónleikum. Ceres 4 hafa eignast góðan hóp af
aðdáendum sem mæta á alla tónleika þeirra.

Þá er komið að rúsíninnu í pylsu endanum. Það eru Mínus
sem eru búnir að vera mjög uppteknir á síðasta ári eftir að
hafa gert samning við Victory Records í Bandaríkjunum. Þá
fóru þeir í túr um England í byrjunn þessa árs sem var
kostaður af metal blaðinu KERRANG. Þar vakti bandið mikla
athygli og er nó framundan hjá þeim. Þeir verða meðal fulltrúa
íslands á Roskilde í lok júní. Þeir eru svo að fara í túr um
Bandaríkinn og Evrópu seinna á árinu. Platan Hey Johnny
sem Mínus gaf út síðasta haust er búin að fá mjög góða
dóma út um allan heim, jafnt í metalbransanum sem og
experimental geiranum. Þeir héldu spuna tónleika ásamt
Bibba Curver í nýlista safninu fyrir nokkrum vikum og voru það
mjög flottir tónleikar og óvanalegir, þar sem þeir léku
samfelldan spuna í 5 tíma. Semsagt tónlistarveisla
miðvikudaginn 29. maí á Gauk á Stöng.