Um mánaðarmótin maí-júní munu verða tímamót í Íslensku
útvarpi þegar að Radíó X og Undirtónar munu setja í loftið á ný
hina ódauðlegu sérþætti sem gerðu garðinn frægan hér á
árum áður. Útvarpsþátturinn Chronic, Fönkþátturinn, Babylon,
Brekbeat.is og Karate mæta allir ferskir til leiks og verða í
kvölddagskrá Radíó X frá og með 1. júní.
Chronic verður að sjálfsögðu í umsjón guðföður hip hopsins
á Íslandi, Robba Chronic a.k.a. Dj Rampage en honum til
aðstoðar verður hans hægri hönd, dj Fingerprint. Þá verður
Balli Fönk umsjónarmaður Fönkþáttarins sem fyrr en
Brekbeat.is verður í umsjón þeirra Alla Active og Reynis frá
vefnum breakbeat.is. Reynir þessi er útvarpinu ekki ókunnur
því hann stýrði bæði Tækni og Elektróníka á gamla X-inu 977.
Babylon heldur síðan áfram að vera í umsjón Mínus
rokkarans Frosta og Karate verður sem fyrr undir stjórn hins
virta indie-haus, Andra úr hljómsveitinni Fídel.
Að þessu tilefni verða Radíó X og Undirtónar með opið hús á
Gauki á Stöng miðvikudaginn 29. maí frá kl: 20-22 þar sem
fólki er boðið að samgleðjast og fagna þessum áfanga með
köldum veitingum. Að því loknu er nátturulega tilvalið að skella
sér niður á neðri hæðina þar sem hljómsveitirnar Mínus,
Ceres 4 og Desidia munu spila á Stefnumóti klukkan 22:00.
Undirtónar og Radíó X, eina radíóið sem rokkar!