Jimi Hendrix Electric Ladyland Jæja, það var kominn tími til að ég
skrifaði um þessa “Sgt Pepper” Jimi.
Það má með sanni segja að þetta sé
“mesta” platan hans. Hann gerir svo
mikið af tilraunum og albúmið er líka
í svona stíl. Rainy Day Dream Away er
svona John Lee Hooker blússkotið jazz-rokk.
Hann sýnir snilli sýna í gítarleik með að
láta gítarinn “tala við mann”
og þess má geta að Miles Davis var undir
sterkum áhrifum þessara plötu í kringum '70.
Þessi plata er frá árinu 1968 og þá var hann
búinn að gefa út 2 plötur. Are You Experienced
og Axis: Bold As Love. Þessi plata finnst mér
vera besta plata hans. Algjört möst fyrir hinn
alvöru rokkhund.

Lögin sem standa upp úr eru:

* Voodoo Chile [Slight Return] (tekið upp í einni
runu á 5 mín og 11 sek. Alveg geðveik gítarsóló
(soldið rúnk og læti) en á 2 mín og 30 sek tekst
honum alveg að bæta upp fyrir það)

* Crosstown Traffic (eitt besta lag hans
en hann syngur um allar kærusturnar sýnar)

* All Along The Watchtower (ENGINN hefur coverað
jafnvel Bob Dylan og jafnvel bara almennt)

* Burning of the Midnight Lamp (Gítarleikurinn
kemur manni í leiðslu)

* 1983… (A Mermain I Should Turn To Be)
Töfrandi sýra sem minnir mig á lyfjaskýið
sem hangir yfir Páli á Kleppi í Englum Alheimsins.
Þetta lag dregur mann á tálar.

* Gypsy Eyes (Hressilegt og grípandi lag með
hröðu bíti og skemmtilegu gítarriffi)


Nú ætla að slá botninn í þessa grein og vona að þið njótið vel !


Kv
Barrett