
skrifaði um þessa “Sgt Pepper” Jimi.
Það má með sanni segja að þetta sé
“mesta” platan hans. Hann gerir svo
mikið af tilraunum og albúmið er líka
í svona stíl. Rainy Day Dream Away er
svona John Lee Hooker blússkotið jazz-rokk.
Hann sýnir snilli sýna í gítarleik með að
láta gítarinn “tala við mann”
og þess má geta að Miles Davis var undir
sterkum áhrifum þessara plötu í kringum '70.
Þessi plata er frá árinu 1968 og þá var hann
búinn að gefa út 2 plötur. Are You Experienced
og Axis: Bold As Love. Þessi plata finnst mér
vera besta plata hans. Algjört möst fyrir hinn
alvöru rokkhund.
Lögin sem standa upp úr eru:
* Voodoo Chile [Slight Return] (tekið upp í einni
runu á 5 mín og 11 sek. Alveg geðveik gítarsóló
(soldið rúnk og læti) en á 2 mín og 30 sek tekst
honum alveg að bæta upp fyrir það)
* Crosstown Traffic (eitt besta lag hans
en hann syngur um allar kærusturnar sýnar)
* All Along The Watchtower (ENGINN hefur coverað
jafnvel Bob Dylan og jafnvel bara almennt)
* Burning of the Midnight Lamp (Gítarleikurinn
kemur manni í leiðslu)
* 1983… (A Mermain I Should Turn To Be)
Töfrandi sýra sem minnir mig á lyfjaskýið
sem hangir yfir Páli á Kleppi í Englum Alheimsins.
Þetta lag dregur mann á tálar.
* Gypsy Eyes (Hressilegt og grípandi lag með
hröðu bíti og skemmtilegu gítarriffi)
Nú ætla að slá botninn í þessa grein og vona að þið njótið vel !
Kv
Barrett