Rokk-Stefnumót:

Hljómsveitin Botnleðja gekk frá dreifingasamningi í gær fyrir
nýju EP plötu sína í Bretlandi. Platan kemur út í byrjun júní og
inniheldur bæði enskar útgáfur frá síðustu plötu þeirra auk
nýrra laga. Samningurinn var gerður af Hill management við
útgáfufyrirtæki þeirra Botnleðjunga, SPIK.

Botnleðja heldur af stað í tónleikaför sína um Evrópu þann 21.
maí og eru væntanlegir aftur heim 7. júní.

Botnleðja spilar á Stefnumóti Undirtóna á Gauk á Stöng í
kvöld, miðvikudaginn 15. maí

—-

Eitt svakalegasta rokkband íslenskrar rokksögu, Botnleðja,
munu halda uppi stemningu á Stefnumóti miðvikudaginn 15.
maí nk. á Gauki á Stöng. Rokkið byrjar kl. 21:00, kostar 500 kr.
inn. Handhafar Rautt og Atlas korts frítt inn.

Botnleðja er um þessar mundir að gíra sig upp, ætla að taka
árið 2002 með trompi, spila mikið hér heima og svo munu
þeir túra um gervalla Evrópu með hljómsveitinni Sparta í
sumar. Sparta spilaði á Airwaves hátíðinni í október sl. og
slógu allhressilega í gegn. Botnleðja hélt tónleika á Gauknum
um daginn sem voru svakalegir. Fullt hús, svaka stemmning
og hafa þeir sjaldan eða aldei verið betri en nú. Með nýtt efni í
farteskinu, sem minnir nokkuð  á það sem þeir voru að gera
þegar þeir unnu Músiktilraunir hér áður.
Það er um að gera að láta sjá sig, því aldrei að vita nema að
þeir gleymi sér í Evrópu og komi ekki aftur fyrr en um síðir.