Fyrstu tvær plötur þeirra, “Greetings from Asbury Park, NJ” (1973)og “The Wild, the Innocent, and the E Street Shuffle” (1973)seldust illa þegar þær komu fyrst út þrátt fyrir lof gagnrýnenda. En þegar þeir gáfu út plötuna “Born to Run” (1975), og fylgdu henni eftir með kröftugu tónleikaferðalagi, tók almenningur við sér. Titillag plötunnar komst á topp 40 lista og platan á topp 10.
Fyrrverandi umboðsmaður Sprinsteens hélt honum í réttarsalnumnæstu árin og honum var bannað að taka upp meira efni í bili. Þetta kom vinsældum hljómsveitarinnar, því þegar þeir gáfu frá sér fjórðu plötuna sína, “Darkness on the Edge of Town” (1978), voru margir búnir að feta í fótspor þeirra og því reyndist erfiðara fyrir þá að halda vinsældum sínum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika komst platan á vinsældarlista, og þegar þeir gáfu út tvöföldu plötuna “The River” (1980) toppaði hún alla lista.
Springsteen og hljómsveitin drógu sig í hlé næsta árið og þegar að “Nebraska” (1982) kom út hafði orðið stefnubreyting hjá hljómsveitinni. Í staðinn fyrir rokkið á fyrri plötunum var hér komin mjög róleg plata sem einkenndist af kassagítarshljómum. Platan seldist illa og ekkert tónleikaferðalag fylgdi henni.
En árið 1984 gáfu þeir út plötuna “Born in the U.S.A”, sem síðan þá hefur orðið ein mest selda plata allra tíma. Svo vinsæl, að þegar Ronald Regan bauð sig fram til forseta reyndi hann að fá titillagið til að nota í kosningarbarátunni. Hann misskildi lagið nefninlega, og í staðinn fyrir að sjá að það endurspeglaði þjáningar hermannanna sem voru í Víetnam, hélt hann að það stæði fyrir skoðanir sínar. En ekkert varð úr því og tveggja ára tónleikaferðalag um allan heiminn fylgdi plötunni. Næsta plata sem kom út var “Tunnel of Love” (1987) og var full af lögum sem tjáðu tilfinningar hans í garð fyrrverandi konu sinnar, en þau skildu á þessum tíma.
Árið 1989 leysti Springsteen hljómsveit sína upp og hóf sóló feril. Eftir þrjú ár gaf hann út tvær plötur samtímis, “Human Touch” (1992) og “Lucky Town” (1992). Báðar nutu vinsælda meðal almennings, en stáðust ekki samanburð við bestu verk hans. Næstu ár var Springsteen á tónleikaferðalagi, en hann fékk Óskars og Grammyverðlaun fyrir lag sitt “Streets of Philadelphia” sem var í myndinni “Philadelphia”.
Árið 1995 gaf hann út “The Ghost of Tom Joad”, plötu í anda “Nebraska” sem fjallaði um líðan ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum. Einhverjir kannast einnig við titillagið í flutningi Rage Against the Machine. Árið 1999 sameinaði hann síðan hljómsveit sína aftur og þeir fóru á tónleikaferðalag. Því lauk með tíu tónleikum í Madison Square Garden í New York, og var bæði geisla og DVD diskur með upptökum frá tónleikunum gefin út árið 2001. Bæði Springsteen og hljómsveitin eru nú á tónleikaferðalagi um heiminn.
Drink mate! Get the noise!