Metallica er og verða alltaf MetallicA
Ég féll fyrir Metallica á svipuðum tíma og Justice kom út og hef hlustað á þá síðan. Á þeim árum hefur mér alltaf þótt þeir þéttir og ferskir. Kill'em All og Lightning voru góðar en þegar Puppets og Justice komu út þótti mér þetta besti tíminn þeirra. Tónlistin bauð upp á það besta. Það er hrein unun að hlusta á þessar plötur. Þegar svarta platan kom út varð hreint Metallica-æði í mínu plássi flestir kunnu lögin utan að og sungu með þegar var spilað. Load og Reload eru allt öðruvísi plötur frá Metallica og maður var lengi að melta þær en með hlustun eru þær drullugóðar, þeir eru nú orðnir nokkuð eldri en á Puppets og Justice svo að efnið frá þeim breytist eftir því. Garage platan var svona djamm fyrir þá eins og þeir hafa gert áður með góðum lögum inn á milli og smáskífu lögum þeirra skellt með. SM platan var nokkuð svona Best of og var nokkuð góð svo að ég býð spenntur eftir nýja efninu frá þeim, þótt að það verði svipað og þeir hafa gert eða þeir fara á nýja braut. Metallica verður alltaf með góða tónlist í mínum huga. Þeir sem fíla gömlu plöturnar vita að hljómsveitir þróa sína tónlist með árunum annars staðna þær. Hvort sú þróun er til batnaðar er náttúrulega smekkur hvers og eins