Já það er komið fram á síðu þeirra félaga að þeir eru komnir aftur í stúdíó eftir u.þ.b. árs hlé sem james hefur verið í meðferð vegna drykkjuvandamáls, en hann ætti víst að vera kominn með puttana nálægt strengjum aftur. Annars voru þeir fyrir eða áður enn James fór í þessa meðferð komnir með einhvað efni í stúdíói en urðu að fresta því, ef það hefði ekki komið upp værum við flest að hlusta á plötuna um þessar mundir.
Auðvitað vonum við það besta og það sem hefur komið fram að þessi verður ekkert lík Load og ReLoad sem þóttu slappar að mati gagnrýnenda og margra aðdáenda en mér persónulega fannst þeir ekkert nema snilld. Kirk er þessa dagana að læra það að Surfa (Brimbretti) & svo komu þeir fram um daginn á MTVicon þætti tileinkaður Aerosmith. Svo eru þeir einhvað að gera lag með Ja Rule :( en látum það bara EKKI pirra okkur.
Það væri líka gaman að fá að vita hvað Íslandi finnst um metallica þessa dagana, eru þeir alveg að deyja út hérna eða….
ég ætla auðvitað að rétt vona ekki …..