Ég vona að einhver í þungarokkinu reki augun í greinina mína
og svarar henni gagnrýnum augum. Það er vegna þess að ég hef lengi
og vel velt fyrir mér hvernig augum almenningur lítur á þessar hljómsveitir. Þeir kalla þetta vandræðagemlinga sem dópa og drekka
og eru í vandræðum í þjóðfélaginu. Er þetta satt ?????
En á hinn bóginn hef ég líka séð að það eru svokallaðir
straight-x gaurar, sem halda sig frá öllum þessum vandræðum.
þeir hvorki reykja, dópa ekki né drekka. “Attitude” fullorðinna
(flestra) gagnvart þessum hljómsveitum
(öllum þungarokkshljómsveitum) finnst mér byggjast á fáfræði og
lítilli þekkingu. Ég vil einnig benda á að mér persónulega finnst
þetta ekki vera skemmtileg tónlist en þá fara margir að kalla mann
hálvita fyrir það. Það er vitleysa að gera. Ég las góða grein í mogganum um daginn skrifuð frá sjónarhóli gítarleikara í svona bandi. Hann hvatti til að fólk upplýsi sig ÁÐUR en það dæmdi og dæmdi ekki fyrirfram. Þessi tónist er mjög vinsæl meðal unglinga í
dag. Og þess vegna vil ég vera sem best upplýstur um þessa stefnu
ÁÐUR en ég dæmi svo ég falli ekki í sömu gryfju og hinir sem útiloka þessa stefnu tónlistar.
Kv
Barrett