Sælt veri fólkið..

Í dag gerðu menn sér lítið fyrir og gerðu opinber fyrstu staðfestu böndin á Leeds / Reading tónlistarhátíðarnar. Ég verð bara að segja að mér klæjar óneitanlega í afturlapparnar af eftirlöngun þegar ég les þennan lista.

Hér kemur listinn fyrir Reading, listinn fyrir Leeds er svipaður nema auðvitað ekki sömu hljómsveitir á sömu dögum ;-). Á Leeds er einnig boðið upp á Guns'n'Roses, þannig að ef að einhverjir eru með ólæknandi Axl-blæti þá er mælt með því að þeir fari þangað, þar sem hann verður ekki á Reading.

– Aðalsviðið:

- Friday 23rd August
The Strokes
Pulp
Janes Addiction
Weezer
White Stripes
Dandy Warhols
Mercury Rev

- Saturday 24th August
Foo Fighters
Muse
Ash
Sum 41
*special guests to be announced
A
Less Than Jake
Andrew WK

- Sunday 25th August
Prodigy
Offspring
Slipknot
Incubus
No FX
Puddle of Mudd
Hundred Reasons

– Radio 1 Evening Session Stage:

- Friday 23rd August
Feeder

- Saturday 24th August
Black Rebel Motorcycle Club

- Sunday 25th August
Spiritualised

Af þessu er ég mest spenntur að sjá Incubus, Ash og Weezer af þeim sem ég hef ekki séð áður (þó hef ég heyrt að Weezer séu ekkert alltof hressir á sviði). Síðan er alveg fullt af böndum þarna sem ég hlusta svosem ekki á dags daglega, en væri samt alveg ágætis stuð að sjá á tónleikum. Það er líka alveg frábært að Foo Fighters eru aðalnúmerið einn daginn, því það þýðir að þeir fá að spila í u.þ.b. 1 1/2 tíma. Eitthvað sem er ekki hægt að missa af.

Held að það sé nokkuð ljóst að ég mun skella mér. Einhverjir aðrir í fararhug??
——————————