Rokksveitin bar hitann og þungann af allri tónlistinni og sinfónían fékk lítið að njóta sín. Fjölmörg lög sem hefði verið hægt að útsetja á snilldarlegan hátt í meðförum sinfóníuhljómsveitar nutu sín engan veginn. Svo var ég engan veginn að fíla konu að syngja Queen lög, eða bara söngvarana yfir höfuð. Svo tóku þau uppá því að skemma hið ágæta lag Radio Ga Ga með því að syngja Seven Seas Of Rhye yfir lagið aftur og aftur, fáránlegt!
Sem sagt, misheppnuð sýning og afbökuð lög, það eina sem á hrós skilið er rokksveitin. Ég er feginn að ég eyddi ekki peningum í þetta!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _