Rubber Soul með Bítlunum Ég var að hlusta á þessa FRÁBÆRU plötu í dag á meðan ég var
að læra fyrir samræmdu. Þessi ágæta plata er gefin út árið 1965 og
á skilið að vera talin með þeim plötum sem ullu straumhvörfum í
rokktónlist á sínum tíma.
Platan byrjar á stuðlaginu Drive My Car með svaka gítarriffi.
Það er hörkubassalína sem einkennir lagið og gefur því grúv. Svo kemur að mínu mati eitt besa lag plötunnar, eða Norwegian Wood.
Lagið inniheldur fyndinn texta og sítarinn er einkennanlegur fyrir lagið.
Ég nenni ekki að vera að lýsa plötunni allri fyrir ykkur
rokkhunda svo að ég segi ykkur að þeta var platan þar sem Bítlarnir hættu að semja “She Loves You” og þannig lög og fóru virkilega að EINBEITA sér í tónlistina. Tónlistin varð dýpri og
textarnir öðluðust meiri merkingu. Lög eins og The Word einkenna plötuna með sinni ótrúlegu lífsgleði. Maður hreinlega kemst í gott skap við að hlusta á svona grip. Ég kvíði ekki lengur fyrir Samræmdu Prófunum að minnsta kosti (næstum). Þarna eru hlutir sem minna á gríska þjóðlagatónlist samanber
lagið Girl með þeim.
Mæli eindregið með þessari plötu og endilega leitið á netinu að einhverju efni af henni.

Kv
Barrett