Þetta er stutt grein um Scorpions sem ég gerði í einum áfanga í skólanum. Vona að hún sé ekki of kjánaleg.
Hljómsveitin the Scorpions er þungarokkhljómsveit frá Hannover í Þýskalandi. Þekkustu lög þeirra eru Rock You Like a Hurricane og Wind of Change.
Scorpions lentu í #46 sæti VH1 listans 100 Greatest Artists of Hard Rock, og lagið Rock You Like a Hurricane er einnig númer #18 á VH1 listanum 100 Greatest Hard Rock Songs.
Að lokinni núverandi tónleikaferð sinni munu þeir draga sig í hlé. Það markar 45 ára afmæli sveitarinnar. Þeir hafa selt um 130 milljónir platna um heiminn.
Um hljómsveitina
Rudolf Schenker rhythm gítarleikari stofnaði Scorpions árið 1965, með Lothar Heimberg á bassa og Wolfgang Dziony trommara. Lítið markvert gerðist fyrr en árið 1969, þá gengu bróðir Rudolfs, Michael Schenker gítarleikari og söngvarinn Klaus Meine í sveitina. Árið 1972 gáfu þeir út plötuna Lonesome Crow og fóru á tónleikaferðalag með bresku sveitinni UFO. Michael var boðin gítarleikarastaða í UFO, sem hann þáði. Vinur bræðranna, Uli Roth, tók hans stað í Scorpions.
Að túrnum loknum hættu Scorpins, en Rudolf gekk í hljómsveit Roths, Dawn Road. Þeir buðu svo Klaus Meine að vera söngvari og skiptu um nafn yfir í Scorpions, þar sem plata hafði verið gefin út undir því nafni, og var nokkuð þekkt. Hinir nýju Scorpions voru Francis Buchholz á bassa, Achim Kirschning á hljómborð og Jürgen Rosenthal trommari.
Fly to the Rainbow (1974) varð enn vinsælli en fyrsta platan. Hljómborðsleikarinn Kirschning hætti skömmu eftir útgáfu hennar, og hinn belgíski Rudy Lenners kom svo inn sem trommari.
Árið 1975 gáfu þeir út plötuna In Trance, sem markaði upphaf samvinnu þeirra og upptökustjórans Dieter Dierks, en þeir unnu lengi saman. Virgin Killer (1975) skartaði mjög umdeildu umslagi, sem olli því að platan var því bönnuð í ýmsum löndum.
Með nýjan trommara gerðu þeir svo Taken by Force, sem þótti ekki sérstök. Roth hætti eftir tvöföldu tónleikaplötuna Tokyo Tapes. Hálfu ári og 140 inntökuprófum síðar réðu Scorpions í staðinn gítarleikarann Matthias Jabs.
Næsta plata, Lovedrive, kom út í samvinnu við mun stærri fyrirtæki, Mercury Records og EMI. Michael Schenker spilaði í þremur lögum á henni eftir að UFO ráku hann fyrir drykkjuskap.
Platan er að mati margra þeirra besta verk og lenti í #55 sæti bandaríska vinsældalistans. Umdeilda myndin framan á plötunni fékk verðlaunin “Best album sleeve of 1979“ í tímaritinu PLAYBOY.
Scorpions ráku svo Jabs og ákváðu að hafa Michael í staðinn, en eftir stuttu stund á tónleikaferðalaginu hafði hinn sídrukkni Michael sleppt mörgum tónleikum. Hann var rekinn og Jabs kom aftur inn í hans stað. Klaus Meine gekkst svo undir erfiða aðgerð á raddböndum, og um tíma var óvíst hvort hann myndi nokkurn tíma syngja aftur.
Næstu árin gerðu þeir hina umdeildu Animal Magnetism (1980), Blackout (1982) og Love at first Sting (1984), sem varð vinsælasta plata þeirra með lagið Rock You Like a Hurricane í fararbroddi. Enn á ný voru þeir umdeildir fyrir umslög sín. Þeir gáfu svo út aðra tónleikaplötu árið 1985, og lenti hún á topp 20 listum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Næstu plötur þóttu góðar, en var mikið líkt við hljómsveitina Def Leppard. Þær voru Savage Amusement (1988) og Crazy World (1990), sem innihélt smellinn Wind of Change. Það fjallar mikið um það sem var að gerast í Austur-Evrópu um það leyti, fall Berlínarmúrsins til dæmis.
Plöturnar Face the Heat (1993), Live Bites (1995) og Pure Instinct (1996) voru ekki sérlega vinsælar, og þær skörtuðu nýjum bassaleikara, trommara og upptökustjóra.
Platan Eye II Eye (1999) var mjög popp- og teknóleg, og fékk hún mjög neikvæð viðbrögð.
Þeir gerðu svo tónleikaplötuna Moment of Glory með sinfóníusveit Berlínar, en hún innihélt aðeins 10 lög. Platan bætti talsvert upp fyrir óvinsældir síðustu ára, en þótti ófrumleg, þar sem þungarokksveitin Metallica gerðu tónleikaplötu árið áður með sinfóníusveit San Francisco.
Þeir gerðu svo kassagítar-tónleikaplötuna Acoustica (2001), hina þungu Unbreakable (2004), tónleika/heimildarmyndina 1 Night in Vienna (2006) og concept-plötuna Humanity: Hour I (2007).
Lögin Rock You Like a Hurricane og No One Like You voru svo notuð í GuitarHero leikjunum og í apríl 2010 voru The Scorpions teknir inn í frægðarhöll rokksins, og settu lófaför sín á gangstéttina í tilefni þess.