Ian Anderson er fæddur árið 1947 í Dunfermline, Skotlandi. Hann eyddi fyrstu æviárunum í Skotlandi, en flutti síðan með fjölskyldunni til Blackpool í Lanchashire árið 1949. Þar lærði hann myndlist við listaháskólann í Blackpool eftir að hafa lokið almennri skólagöngu.

Hann fékk ungur áhuga á því að stofna hljómsveit og lét hann verða að því þegar hann var táningur. Þá settu hann og vinir hans á fót hljómsveit sem kallaðist the Blades. Sú hljómsveit spilaði tónlist í djass og blús stíl þar sem hann söng og spilaði á munnhörpu.


Jethro Tull

Árið 1967 var hljómsveit stofnuð í London, Bretlandi af Ian Andersson og Mick Abrahams ásamt Glenn Cornik og Clive Bunkler eftir að hljómsveitirnar tvær, the John Evan Band og McGregor‘s Engine hættu. Eftir þónokkuð bras hvað varðaði nafn á hljómsveitina og fjölmargar uppástungur (þar á meðal Candy Flavoured Rain, eða Rigning með nammibragði,) þá ákváðu mennirnir að nefna hana Jethro Tull eftir enskum búfræðingi sem varð uppi á aldamótum 17. og 18. aldar sem hafði víst fundið upp tól til þess að sá fræjum.
Fyrstu árin var hljómsveitin undir miklum djass og blús áhrifum og gáfu þeir fyrstu plötuna sína, This Was, út árið 1968. Hins vegar, árið 1969, þá yfirgaf Abrahams hljómsveitina sem gaf Anderson tækifæri til þess að móta tónlist hljómsveitarinnar óáreittur. Þá komu sérkennilegri hljómar frá hljómsveitinni; meira heyrðist að þjóðlagakenndri tónlist með djass og blús ívafi ásamt því að bera kennsl af barrokktónlist og austurlenskum tónum. Þá sérstaklega má nefna tónskáldið J.S. Bach sem áhrifaþátt, en eitt af mörgum þekktum laga sveitarinnar, Bourée, er einmitt í rauninni lag eftir Bach, fært í stílinn af Ian Anderson eins og honum einum er lagið.

Í gegnum árin hafa komið út yfir 30 plötur og fleiri hundruð tónleikar verið haldnir, þar á meðal tvennir á Íslandi: fyrst á Akranesi árið 1992 og svo 2006 í Laugardagshöllinni. Metmæting var á báða tónleika og var það fyrst og fremst Ian Anderson, stoð og stytta hljómsveitarinnar, sem laðaði fólkið að. Enda er hann löngum þekktur fyrir áhrifamikla sviðsframkomu og skemmtilegheit ásamt því að vera fjölhæfur og uppátækjasamur í tónlistinni.



Þverflautan

Ian byrjaði ekki að spila á þverflautuna fyrr en nokkrum mánuðum áður en Jethro Tull var stofnað. Hann hafði fyrst spilað á gítar, en þar sem hann var þegar byrjaður að spila með Mick Abrahams sem var betri gítaristi en hann sjálfur, þá leit hann á það sem tækifæri til þess að prófa eitthvað nýtt.

The notion that violin or cello might prove possible was quickly swept away when I confirmed that, having no frets on the fingerboard, both might be a tad tricky to play in tune. The saxophone looked dauntingly big and complicated and anyway, we already had two sax players in the band at the time. Then, my Jackdaw eyes caught sight of a shiny silver flute hanging on the wall. This proved too much to resist. It seemed at once to combine the portability and compactness of the mouth harp but with the greater potential for playing in different keys and all scales.

Byrjaði Anderson þá að kenna sjálfum sér á flautuna. Þar sem hann kenndi sjálfum sér á hljóðfærið gengu hlutirnir náttúrulega aðeins hægar en þeir hefðu gert ef hann hefði verið með alvöru flautukennara á sínum snærum. Hann náði ekki stökum tóni úr flautunni fyrstu vikurnar eftir að hann keypti hana, vegna þess að varirnar fundu ekki rétta staðsetningu, og þróaði hann smátt og smátt með sér sína eigin fingrasetningu sem var kolröng og gölluð miðað við þá sem gengur og gerist hjá flautuleikurum. Engu að síður þá hindraði það hann ekki í því að spila og þegar Mick Abrahams hætti hljómsveitinni og stíll hljómsveitarinnar breyttist í kjölfarið gaf það honum tækifæri til þess að ýta betur undir flautuleikinn í lögum hljómsveitarinnar.

Hann varð fljótlega táknmynd hljómsveitarinnar, sem flautuleikari og söngvari. Hann hafði áður tekið upp á því að standa á öðrum fæti þegar hann spilaði á munnhörpuna, en tóku fjölmiðlar upp á því að leggja flautuleikinn og stöðuna saman og lýstu því í greinum að hann spilaði á flautuna standandi á öðrum fæti. Þetta varð til þess að hann hálfvegis neyddist til þess að taka upp á því að spila flautusólóin sín standandi á öðrum fæti til þess að gera áhorfendunum til geðs. Ekki var þetta vel liðið hjá Anderson sjálfum til þess að byrja með þar sem það var auðvitað fjandanum erfiðara að spila með góðu móti á þennan hátt, en gerði hann það þó engu að síður og er þetta nú orðið heldur auðveldara en áður var.


Leiðréttingar á flaututækninni

Tuttugu árum eftir að hann tók upp flautuna, notaðist Anderson enn við rangar fingrasetningar. Um það leiti fór dóttir hans, Gael, að læra sjálf á flautu. Fór hún aðra leið en hann sjálfur, og sótti tíma hjá flautukennara. Einn daginn var stúlkan að vandræðast við að spila heima og tók hann sig til við að reyna að aðstoða hana. Reyndist sú hjálp ekki vera jafn mikil aðstoð og hann ætlaði sér, vegna þess að það endaði bara með því að stúlkan leiðrétti hann aftur og aftur hvað varðaði fingrasetningu og hvernig ætti að bera sig með hljóðfærið í höndunum.

Fáeinum dögum seinna var hann staddur í Indlandi með Jethro Tull og bað hann þá um að skrá yfir fingrasetningar yrðu sendar til hans á hótelið sem hann hafðist við á. Þegar hann sneri aftur til Englands hófst erfitt nokkura vikna tímabil þar sem hann vandræðaðist við að venja sig við hinar almennu fingrasetningar. Sjálfur líkti hann því við að læra að hjóla upp á nýtt með hendurnar í kross á stýrinu. En smátt og smátt fór það að verða auðveldara og hefur hann haldið sig við hina almennu fingrasetningar síðan þá.


Spilað með sinfóníuhljómsveitum

Í gegnum árin hefur Ian spilað margoft með sinfóníuhljómsveitum og hefur gefið út plötu þar sem hann tekur fyrir lög Jethro Tull og spilar þau með sinfóníuhljómsveit. Hann lýsir því sem svo að það sé allt annað heldur en að spila með Jethro Tull sveitinni sjálfri, að það sé allt önnur stemning á bakvið tónlistina og að þetta sé mun alvarlegri tónlist sem er spiluð þá heldur en þegar Jethro spilar, jafnvel þótt það séu sömu lögin.

Hann hefur einu sinni reynt að spila með bæði Jethro og sinfóníuhljómsveit, en endaði það ekki vel, þar sem áhorfendur voru heldur æstari en hefði verið búist við ef þetta hefði einungis verið hann og sinfónían. Ástæðan á bakvið það, að hans eigin frásögn, er sú að hlustendur sem sjá auglýsingu sem segir að Jethro Tull sé að fara að spila eiga von á fjöri og stemningu, hávaða og látum. En þegar sínfóníuhljómsveit spilar, sé það mun alvarlega svo það heimtar hljóð frá hlustendum og tillit til þeirrar einbeitningar sem tónlistin heimtar af hljóðfæraleikurunum, sem er mun meiri en sú sem mennirnir í Jethro Tull þurfa á að halda þegar þeir glamra á sín eigin hljóðfæri.


Hljómsveitarmeðlimir.

Í Jethro Tull núna í dag eru fimm fastir meðlimir. Ian Anderson, sem spilar einna mest á þverflautuna og syngur, Martin Barre sem spilar á gítar, David Goodier á bassa, John O‘Hara á hljómborð og harmonikku og Doane Perry sem spilar á slagverkið. Af þessum meðlimum er Ian Anderson sá eini sem er upprunalegur meðlimur hljómsveitarinnar; enda er hann kjarni hljómsveitarinnar; án hans væri ekkert Jethro.

Þegar þeir tjá sig um samskipti sín á milli, segja þeir að þegar þeir eru á tónleikaferðalögum talast þeir nær ekkert við þegar þeir eru ekki að spila. Þá eyða þeir mestum tíma sínum í einrúmi og sinna hverju því sem þeir vilja sinna. Ástæðan á bak við það, að sögn Ians, er að þegar hópur manna er svona mikið saman, er nauðsynlegt fyrir þá alla að gera sér grein fyrir því að allir þurfa þeir næði. Þeir þurfa allir að fá tíma þar sem þeir eru ekki stöðugt í félagskap hinna, því, eðlilega, annað myndi gera þá alveg galna.
Hafa margir einstaklingar komið að hljómsveitinni, en þó eru margir áhugaverðari en aðrir. Þeirra á meðal á nefna fyrrum hljómborðsleikara hljómsveitarinnar, David Palmer. Palmer var hluti af Jethro Tull í nokkur ár en hætti árið 1980. Þá bar hann alskegg og var álíka karlmannlegur og hver annar í þessari hljómsveit. Nú, 34 árum seinna, er hann allt annað en kvenlegur. Hann ákvað árið 2004, níu árum eftir dauða konunnar sinnar, að breyta sér í kvenmann. Hann sagði Ian fréttirnar sjálfur, og þótt þær hafi fengið á Anderson, þá stóð hann við bakið á fyrrum hljómsveitarfélaga sínum.


Önnur hljóðfæri

Ásamt því að spila á þverflautuna þá getur Anderson spilað á nokkuð mörg önnur hljóðfæri. Til dæmis má geta gítarsins, munnhörpunnar, ýmsar flautur, fiðlu og mandólín. Allt eru þetta hljóðfæri sem hann hefur kennt sér sjálfur á, en hann hefur aldrei sótt tíma hjá alvöru tónlistarkennara. Hann er með opinn huga gagnvart allskyns hljóðfærum, og hefur tónlistargáfu sem gerir honum kleift að nýta alls kyns hljóðfæri og færa þau í þann rokk stíl sem einkennir Jethro Tull og tónlist Ians.

Fyrsta hljóðfærið hans var lélegt ukulele sem hann fékk pantað frá Bandaríkjunum þegar hann var níu ára og var það næsta spænskur gítar sem hann sannfærði föður sinn um að kaupa þegar hann var ellefu ára gamall. Fyrsta alvöru hljóðfærið hans, hins vegar, var Harmony Stratotone gítar. Á gítarinn spilaði hann í einhver ár en skipti honum út fyrir annan og skipti þeim síðan fyrir hvítan Fender Stratocaster. Þar næst kom þverflautan, og hefur hann átt ótal mörg eintök af þeim í gegnum tíðina.

Ian spilar enn, þrátt fyrir að vera meira en sextíu ára gamall með um 2500 tónleika að baki. Hann segir að hann verði aldrei of gamall til þess að hætta að spila, og vonar að hann verði aldrei of gamall fyrir rokk og ról, eða að minnsta kosti, þá merkingu sem hann leggur í það rokk og það ról.

I think, for me, rock and roll is too old to rock and roll once it gets into this ridiculous sort of notion that it has to be done on this big showy level. I just find that to me that’s not really the spirit of music. Of course, one has to question — I know Dave Gilmour is playing some small venues, but he’s also doing quite a few big ones. Bon Jovi certainly will be playing the biggest places they can possibly manage to fill to make as much money as they possibly can for the biggest, fist-waving rock show they can muster because that’s what they do. And I’m sure they do it very well. And I’m sure they have great time doing it and most people enjoy it. I think I’d much rather go and see the Stones than see Bon Jovi. And David Gilmour is one of the world’s greatest guitar players — he communicates via his fingers and he communicates with the notes that he plays — but frankly, he’s pretty fucking boring on stage as Pink Floyd were (laughs).
[...]
Personally speaking, I got very tired of the clichéd big production rock and roll stuff. When I see music, I want to see people that have genuine talent, genuine expression, that will genuinely entertain me by the way they perform and play without necessarily relying on very expensive and overwhelming boxes of tricks. That glosses over the talent or lack of it. [...]
Led Zeppelin didn’t have a very long career and I was fortunate enough to be an opening act for them back in 1969 and know what it’s like to be on tour with them. Night after night, you had four guys who got on the stage with a modest amount of amplification and a two-man road crew and were the greatest rock and roll band in the world without any bullshit whatsoever. The greatest rock and roll band in the world ever, but they didn’t need any of that showbiz claptrap.



Nú er það bara að bíða spennt eftir því hvað skal koma næst, þar sem Jetro Tull og Ian Anderson eru tímalaus. Það er alltaf hægt að njóta tónlistarinnar vegna þess að hún er sönn og samkvæm þeim sem spila hana. Ef við heyrum í Jethro, þá vitum við hverjir þetta eru einfaldlega vegna þess að tilfinning þeirra er til staðar.


_____
Skrifað fyrir ÍSL203 á vorönn 2011. Ég afsaka allar stafsetningar- og innsláttarvillur.