Nú vona ég að ég sé ekki með innistæðulaus skúbb hér á huganum, eða kannski eru þetta bara gamlar fréttir…. en Sonic Youth NÁNAST öruggt til landsins og The Fall líka!! Ég heyrði viðtal við meistara Kidda í Hljómalind í þættinum hjá Andreu Jóns á Rás 2 að hinir öldnu groddarokkarar í The Fall hyggja á tónleikaferð til Íslands á næstu mánuðum. Súperdúper! Ég var bara krakki með hor, mæmandi Spandau Ballet-lög með Húbba Búbba í kjafti, þegar Fall héldu tónleika hér í Rvk. snemma í eitísinu og var það víst mikil geðveiki. Mikill fengur fyrir nýjar kynslóðir nýbylgjumanna að sjá slíka tímamótasveit…. Ekki minni var fögnuður minn þegar ég heyrði (að mig minnir í Karate á X-inu) að loksins, loksins, loksins sé ofursveitin Sonic Youth á leiðinni til tónleikahalds hér á klakanum. Þetta á víst allt að gerast VONANDI á næstu 3-4 mánuðum. Þó gjörólíkar séu er óhætt að telja báðar þessar sveitir til fámenns hóps uppfinningarmanna nýbylgjurokks í heiminum - án nokkurs vafa. EF Kidda og gengi hans tekst þetta þrekvirki mun ég leggja til að honum verði veitt fálkaorðan ………
P.s. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Kidda verði einnig veittur stórriddarakross Menningarmálaráðs Evrópusambandsins ef hann nær einnig að redda til tónleikahalds eitthverja af eftirfarandi artistum í náinni framtíð:
*Les Savy Fav
*Built to Spill
*Boards of Canada
*The White Stripes
*The Shins
*Salaryman
*The Faint
*Blonde Redhead (aftur)
*…and you will know us by the trail of dead (aftur)
……… í fullkomnum heimi myndi…já,myndi…..