Það vita nú flestir að Jimi Hendrix var snillingur of færasti rafgítarleikari allra tíma. Það hafa margir heyrt stúdíólögin hans og diskana, en Live at Winterland er ég viss um að ekki margir hafa heyrt.
Þegar ég var 9 ára fann ég þennan disk sem pabbi keypti úti og byrjaði að hlusta á hann. Hann er ótrúlegur, að heyra Jimi Hendrix á tónleikum er margfalt flottara en stúdíódiskarnir.
Þar byrjar hann á Fire og tekur það ótrúlega flott. Svo tekur hann nokkra slagara og einnig Sunshine Of Your Love í Instrumental útgáfu. Ótrúlega spilað.
Svo tekur hann líka Red House, sem er aðeins tæpar 4 mín í upprunnalegu útgáfunni, en 11 mínútur hér, gjörsamlega ótrúleg lífsreynsla. Og svo endar diskurinn á smá “medley” Hey Joe-Purple Haze-Wild Thing og það er ótrúlegt!
Ég hef aldrei séð þennan disk á Íslandi, og mæli eindregið með að þið reddið ykkur hann eða efni af honum, Trixi hefur aldrei verið betri en á þessum disk.
Langaði bara að koma þessu til skila.