Jæja ég ætla að skrifa aðeins um Kim Larsen, Kanski finnst sumum ykkar hans tónlist ekki vera rokk.. En so what.. Ég fíla hann í ræmur og hann er hörku rokkari í mínum augum!
Kim Melius Flyvholm Larsen
Kim Larsen er fæddur þann 23. Október 1945 í Kaupmannahöfn.
Þegar hann var 14.ára byrjaði hann að semja lög og spila á gítar.
Allir sem kannast við Kim Larsen vita hvað Midt om Natten er, Lagið sem spilað var í dönskuverkefnabókunum í grunnskólunum. Það er akkurat því að þakka hversu mikið dálæti ég hef á karlinum. Einnig leifði skólastjórinn minn (hann kendi okkur dönsku) okkur hlusta á Kim Larsen alltaf þegar við vorum í tíma. Þvílík stemning. Svo ekki sé minst á Myndina, (midt om natten) Frábær mynd alveg.
Platan kom út 1983 og myndin árið eftir og er platan mest selda Danska platan í danmörku.
Mæli með því að allir sem ekki hafi heyrt í honum, taki sig til og næli sér í allavega eitt lag með kauða.
Orðin 57 ára gamall og enn í fullu fjöri, geri aðrir betur :)
1973: Værsgo (CBS)
1978: Kim Larsen & Yankee Drengene (CBS)
1978: Starfuckers: Vogt Dem For Efterligninger - live (Medley)
1979: 231045-0637 (CBS)
1981: Jungle Dreams (CBS)
1982: Sitting On A Timebomb (CBS)
1982: 5 Eiffel (CBS, ep)
1983: Midt Om Natten (Medley)
1985: Kim I Cirkus (Medley)
1986: Forklædt Som Voksen (Medley)
1988: Yummi Yummi (Medley)
1989: Kielgasten (Medley)
1991: Masser Af Succeser - 32 Hits (K.tel)
1992: Wisdom Is Sexy (Columbia)
1994: Hvem Kan Sige Nej Til En Engel (Medley)
1995: Guld Og Grønne Skove (Medley)
1996: Kim Larsen & Kjukken (Medley)
1998: Luft under vingrene (Medley)
2001: Weekend Music (Medley)¨
2001: Glemmebogen (Medley)