Sælir félagar. Ég hef orðið var við það að undanförnu að margur maðurinn virðist halda að flestir textar hjá þungarokkshljómsveitum sé bara öskur og læti. Ég get ekki fullyrt neitt um margar dauðarokkshljómsveitirnar en fyrir eina hljómsveit get ég svarað og heitir hún Metallica. Öfugt við almennt álit (a.m.k. það almenna álit sem ég hef orðið var við) eru textar hennar flestir mjög djúpir og hafa merkingu og boðskap. Hér á eftir ætla ég að taka fyrir nokkur lög sem Metallica hefur gert fræg og gera þeim skil texta- og merkingarlega séð.

“Disposable Heroes” (Af plötunni Master of Puppets)

Þetta lag fjallar um stríð og hið mikla tilgangsleysi þess. Þetta er vinsæll boðskapur í lögum Metallica og má meðal annars sjá svipaðan boðskap í laginu “For Whom The Bell Tolls” af plötunni “Ride The Lightning” sem ég mun taka fyrir hér að neðan. Hér er aðallega stílað inn á hermanninn sjálfan og hvernig hermennska eyðileggur sál manna (“Soldier boy, made of clay, now an empty shell”).
Einnig er minnst á hvernig yfirmenn hafa algjört vald yfir lífi og dauða manna og eru einskonar menn með ljáinn. (“Back to the front! You will do what I say when I say: Back to the front! You will die when I say you must die!”)
Línan ("[...] twenty-one, only son, but he served us well“) á líklega að segja okkur hversu merkingarlítið líf manna var þegar í herinn er komið, það skiptir ekki máli þótt þú hafir dáið ungur og verið eina barn móður þinnar, það eina sem skiptir máli er að þú hafir þjónað landi þínu vel.
(”Life planned out before my birth/nothing could I say. Had no chance to see myself/molded day by day. Looking back I realize/nothing have I done. Left to die with only friend/alone I clench my gun“) á sennilega að segja okkur frá hversu fáránlegt það er að menn geti einfaldlega planað líf saklauss manns fyrirfram og sagt bókstaflega hvenær hann eigi að deyja. Semsagt herskylda.


”Welcome Home (Sanitarum)“ (Af plötunni Master of Puppets)

Mér finnst textinn í þessu lagi vera algjört meistaraverk. Hann fjallar um hvernig farið var með geðveika og þá andlega vanheilbrigðu á árum áður þegar þeir voru læstir inni og bundnir niður sem þeir væri villidýr. Allir héldu að þetta væri rétta leiðin til að fara með geðeika þar sem þeir voru hættulegir umhverfi sínu og almennt brjálaðir. Fólki datt ekki í hug að þeir gætu kannski verið brjálaðir einmitt afþví að það var faris svona með þá.

(”They keep me locked up in this cage/can't they see it's why my brain says “rage”?“)
Hvort ertu brjálaður og þessvegna ertu læstur inni, eða ertu brjálaður afþví þú ert einmitt læstur inni? Þessari spurningu er varpað fram í þessu lagi og svarað um leið.

(”They think our heads in in their hands/but violent use brings violent plans“ )
Hér er einnig minnst á það hvernig ofbeldisfull meðferð leiðir aðeins af sér meira ofbeldi

(”Keep him tied, it makes him well/he's getting better, can't you tell?“)
Hér er lýst hvernig menn héldu að ætti að fara með þá geðveiku, að það ætti bara að binda þá niður. Einnig er stílað inná sjálfsblekkingu og sjálfselsku mannsins: ef að það hentar þér að honum líði ágætlega þarna þá hlýtur það að vera þannig. Vona allavega að þið skiljið hvað ég er að meina.

Í lokin virðist hið óumflýjanlega hafa gerst, sjúklingarnir gera uppreisn, enda er það eina leiðin út fyrir þá.
Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi.

”For Whom The Bell Tolls“ (Af plötunni Ride The Lightning)

Þetta lag er eins og áður sagði um stríð og tilgangsleysi þess. Textinn byrjar á línunum: (”Make us fight on a hill in the early day/constant chill deep inside. Shouting gun, on they run, through the endless fray/on they fight, for they're right, yes but who's to say?“) Hér er talað um tilgang stríðs, allir vilja meina að þeir hafi rétt fyrir sér en hver er það sem ákveður hvað er rétt og hvað er rangt?
(”For a hill, men would kill, why they do not know")
Hér er minnst á það hversu tilgangslaust stríðið er í augum hermannsins, hann drepur aðra til að fá hlut en hann veit ekki einu sinni hvers vegna hann er að því. Hann einfaldlega hlýðir skipunum í blindni.

Byrjum á þessum lögum, ég bæti inn fleirum seinna………

Zedlic