Hér ætla ég aðeins að minnast á þann mikla misskilning sem í gangi varðandi pönk. Það virðast allir halda að pönk sé einhver ein sérstök tónlistarstefna; sú tegund tónlistar sem margir “pönkarar” hafa spilað gegnum tíðina. Má þar nefna The Clash, Dead Kennedys og fleiri hljómsveitir. Nú er Blink 182 sögð spila “pönk”. Eða eiga að hafa gert það á yngri árum.
En þetta er bara ekki rétt. Pönk er ekki einhver ein tónlistarstefna heldur þýðir pönk bara það að vera akkúrat öfugt við hið vinsæla. Alveg á hinum endanum. Andstæðan við “popular”.
Á fæðingarárum pönksins var sú tegund tónlistar sem pönkarar þess tíma spiluðu alls ekki vinsæl og þessvegna voru þessir menn kallaðir “pönkarar”. Í dag er sú tegund tónlistar og/eða afbrigði af henni orðin commercial og vinsæl. Sem er mikil þversögn í sjálfu sér þegar haft er í huga að pönk er einmitt akkúrat andstæðan við “popular”.
Að mínu mati er Blink 182 ekki að spila pönk á nokkurn hátt, fyrr eða nú, og ekki heldur allar þessar mainstream hljómsveitir sem eru að spila þá tegund tónlistar sem er mjög vinsæl í dag.
Pönk getur ekki verið popular.
Þessi misskilningur hefur verið mjög vinsæll og ákvað ég að skella saman einni grein um þetta og fleygja henni á Hugann minn…
Svo ef ég hef allhrottalega rangt fyrir mér og er bara að tala útum rassgatið á mér þá endilega sýnið mér réttu leiðina og segið ykkar skoðun.

Zedlic