Hver er til að dæma um það hvað er kúl?
Hver er til að dæma um það hvað er heimska?
Hver á ég að leika Guð?
Ég held að kúl sé að keyra skikkanlega, ekki vera á 150 km/h Bassakeilu í skottinu, BÚMM BÚMM BÚMM BÚMM, einhver svona chocko taktur, og þykjast vera svakalega töff af því að maður á bíl sem að kemst hratt.
Þú verður ekki jafn kúl þegar þú ert nýkominn í kistuna, loksins, eftir langa vinnu er búið að sauma þig saman, hins vegar vantaði eina tánna því hún fannst ekki á slysstað.
Hér er mikið búið að vera talað um hvað verzlingar eru ekki kúl, mér finnst Þorvaldur Davíð ekkert sérlega kúl, hver er ég að leika Guð?
Hver er ég að dæma um hvort Þorvaldur sé kúl, fólk hefur ekki hundsvit á því hvað er kúl, ekkert frekar en ég. En þó tel ég það vera kúl að vera með öryggisbelti og reiðhjólahjálm því það eykur líkur á því að þú komir ekki lamaður eða með einhverja fötlun eftir slys, þá ertu alls ekkert kúl, að vera lamaður fyrir neðan mitti af því að þér þótti vera svo “halló” að vera ekki í belti.
Þó ég gangi í rifnum galla buxum og óhnepptri vinnuskyrtu þá gerir það mig ekkert að neinum kúlista og ekki heldur kúkalabba.
Og hvað með það þó að tjokkóar fíli rokk?
Tónlist er tilfinning, tilfinning sem margir hafa, þó ekki allir. En þessi tilfinning er algjörlega óháð því hvernig þó klæðist eða lyktar.
“Verzlingar eru ekki kúl”…..
Eru MH-ingar MR-ingar eitthvað meira kúl?
Hvaða vitleysisgangur er það að dæmia hvort maður sé kúl byggt á hvaða skóla maður sé í.
Þeta er eins og ,, Þú heitir Guðmundur og ert lúði af því þú heitir Guðmundur.“

Ég var að tala við bekkjarsystir mína um hvað væri að vera tónlistarmaður um daginn, það er rosalega mikið af tónlistarmönnum í hennar fjölskyldu. Ég spurði hana Hvað er tónlistarmaður? sá sem er vinsæll segir hún…
En sá sem er búinn að gera fullt af plötum en er ekkert vinsæll, er hann eitthvað minni tónlistarmaður en Metallica eða U2?
Nei O.K. Sá sem leggur þetta fyrir sig segir hún.
En þeir sem að gera þetta í frístundum?

Ég held að tónlistarmaður sé sá sem annaðhvort spilar tónlist eftir einhvern annan eða semur og gerir þetta af því að hann hefur tilfinningar fyrir þessari tónlist, en ekki einhver Britney, Skífan hórdómur…

”Að skapa tónlist til að selja er eins og að ger börnin sín að hórum" - Siggi Pönk

Það merkir að þú eigir að koma fram við sköpun þína á tónlist eins og börnin þín, og þú selur börnin þín ekki..

Samt held ég að það sé enginn hórdómur ef þú færð borgað fyrir eitthvað gigg til að kaupa ný tæki fyrir bandið, en samt ekki að vera taka einhver hundruði þúsunda fyrir þína sköpun.

Ég tel mig vera tónlistarmann, góður er bara smekksatriði, því ég hef samið lög, ekki að mörg að vísu, en er bara rétt að byrja.
Og ekki nóg með það að ég sem lög, ég geri það með virðingu fyrir tónlistinni.
Hvað einkennir helst Reykjavík í dag?
Virðingaleysi, það kallar súkkulaði drengi homma og ógeð, kallar mig homma af því að ég er með svart naglalakk.
Það kallar lögguna fávita?
En ef þessir einstaklingar sem að væri að kalla lögguna asna, myndi sýna smá virðingu þá væri lögreglan óþarfi.
Lögreglan þrífst á óvirðingu borgarbúa.

jæja hef þetta ekki lengra í bili.. Sýnum öðru fólki og tónlistinni smá virðingu!

Kveðja Dagur.

endilega sendið mér einhverjar sniðugar línur á
galileo@snilld.is