“Öll lögin með Creed byrja bara á sama forspilinu og verða svo að bara einhverju bulli og viðbjóði
hlustaðu aðeins á þá”
Ég hef hlustað á þá og ég fíla þá ágætlega. Ég var ekki að upphefja eða rægja þá. Ég var að rægja Þig. Þú komst með heimskulegar fullyrðingar og kannast ekki við hugtakið MÉR FINNST. Þegar þú þolir ekki hljómsveit áttu að segja: “MÉR FINNST þessi hljómsveit leiðinleg, ömurleg, piece of shit, o.s.frv.”, ekki “Þessi hljómsveit ER leiðinleg, ömurleg, piece of shit, o.s.frv.”.
Creed kom þessu málefni lítið við. Ég vildi bara pirra þig.
“Öll lögin með Creed byrja bara á sama forspilinu og verða svo að bara einhverju bulli og viðbjóði”
Staðreynd: Creed byrjar ekki alltaf á sama forspilinu. Öll lögin á My Own Prison og Human Clay byrja á forspili sem er hluti af meginriffi eða versi lagsins (veit ekkert um Weathered þar sem ég á hana ekki). Það getur verið óbreytt riff eða vers, eða clean útgáfa af riffinu (sbr. Higher). Ein undantekning á þessu er lagið What If á Human Clay, sem byrjar á aðskildu forspili en fer svo inn í lagið sjálft. Öll lögin byrja á gítar. Stundum er hann einn (sbr. Torn), stundum er bassi með honum (sbr. One), stundum er bassi og trommur með honum (sbr. Unforgiven) og stundum er rödd með honum (sbr. Beautiful). Undantekningin á þessu er lagið Illusion þar sem bassinn byrjar.
Öll lögin eru af sömu tónlistarstefnu en þú þarft að vera andskoti heyrnalaus á tónlist ef þú ætlar að fullyrða af sannfæringu að öll forspilin séu eins. Kannski ættirðu að skafa úr eyrunum og/eða lækka bassann í græjunum þínum og hlusta á þá aftur. Hvort lögin breytist síðan í “bull og viðbjóð” (eða voru það frá byrjun) er álitamál (þá segir maður MÉR FINNST, manstu, og segir svo sitt álit). MÉR FINNST mörg lögin geðveik (Torn, Unforgiven, What's This Life For, What If, Faceless Man, Higher, Bullets) en önnur skippa ég alltaf yfir (Illusion, Sister, Wash Away Those Years). Þarna var gott dæmi það sem MÉR FINNST. Prófaðu að segja það með mér; MÉR FINNST. Er þetta ekki frelsandi? Anda inn, anda út, wax on, wax off.
Ertu orðinn pirraður?
Annars er mér alveg sama um Creed. Ég hef ekki nógu mikinn áhuga á þeim til þess að standa í rifrildi við mann sem færir ekki rök fyrir sínu máli. Ég var meira pirraður yfir því að þú skyldir kalla Brandon Boyd chokkó, þar sem hann er maðurinn sem ég bið til á kvöldin, en þar sem hann er hálfgerður chokkó get ég ekki sagt mikið. Hann er svalur. Ég vildi bara pirra þig.
Svo langar mig enn til þess að vita hvaða hljómsveit ég er að rippa….