The Strokes á Íslandi 02.04.2002 Ég ætla að skrifa um þessa frábæru tónleika sem haldnir voru á Broadway þann 2. apríl 2002. Þetta voru alveg magnaðir tónleikar og Strokes stóðu svo sannarlega fyrir sínu. Julian söngvarinn er mjög skemmtilegur á sviðinu, eingin stórmennsku keimur og söng bara stórvel af krafti. Allir meðlimirnir voru að vanda klæddir eins og ræflar frá 50's tímabilinu. Leaves upphitunarhljómsveitin kom á óvart og ég einn af þeim sem hef ekkert heyrt frá þeim var bara hissa hvað þeir voru góðir.
En kvöldið hjá mér var svona: Redda mér miða samdægurs í gegnum vin. Tjekka svo í fimmta sinn hvort það sé aldurstakmark….ekki minnst á það í radio auglýsingunni, miðanum, plaggatinu, né á huga.is. Ég (16) er bara nokkuð vongóður um að komast inn og hef engar áhyggjur. Svo er ég náttúrlega stoppaður af því ég er enn með skeggvöxt á við átta ára stúlkubarn. Svo rölti ég bara tussu leiður niður götuna. Svo fæ ég snilldar hugdettu: ég bið einhvern gamlingja um að þykjast vera pabbi minn meðan ég fer inn. Og jú…ég pikkaði í einn breskan náúnga og bið hann kurteisislega um að leika pabba minn þegar við förum inn. Og jú jú þessir yndislegu Bretar…hann vildi það og hafði gaman af. Þannig að ég varð himinlifandi er ég var EKKI stoppaður við inganginn.
Almennt var fólk í úberfíling og virkilega góðum ham. Bara svo ótrúlega góð hljómsveit sem tekur sig ekki og hátíðlega; í stíl við þetta kæruleysislega rokk. Þeir tóku nokkur ný lög sem hljómuðu nokkuð vel og eitt lag sem þeir sögðu uppáhalds lagið þeirra…veit ekki hvort það er cover lag eða ekki…einhver fanatic getur eflaust upplýst mig um það. En svo þegar næstsíðasta lagið varð spilað varð allt vitlaust!! Það var auðvitað Last nite og ætlaði allt um koll að keyra. Þvílíkt lag!!! Svo eftir það kom take it or leave it sem er einnig síðasta lag plötunar þeirra “is this it”. Hápúnkturinn var svo þegar hann dúndraði míkrafónstatífinu niður og þeir framkvæmdi DESTRUCTION!!! því þetta var jú síðustu tónleikar þeirra. Svo var bara labbað í hægindum sínum út með hálfa heirn eftir lætin og fest kaup á strokes bol. Semsagt geðveikt kvöld.