Saybia - ein vinsælasta rokkhljómsveit Danmerkur Ég bý í Danmörku (þá vitiði það). Ég hef mest gaman að þungarokki af öllum gerðum og stærðum þar sem aðalatriðið er að tónlistin sé melódísk, og þá eru góðar líkur á því að ég fíli hana (þá vitiði það).

Hér í Danmörku er búið að vera hálfgert æði í kringum eina rokkhljómsveitina hérna sem heitir Saybia. Þessi sveit er búin að vera starfandi í mörg ár, spilandi gigg um allt landið í allnokkur ár, en það er fyrst núna sem hún hefur verið að slá í gegn.

Venjulega hafa almennar vinsældir einhverrar hljómsveitar engin áhrif á mig, en ég heyrði eitthvað lag með þeim í útvarpinu einu sinni (þar var alveg óvart, þar sem ég hlusta eiginlega aldrei á útvarp) og ég varð bara líka svona hrifinn.

Ég varð mér út um meira efni með þeim og hef verið að hlusta á þetta síðan nokkuð oft… Þetta er virkilegt gæðarokk.

Tónlistin minnir mig á tíðum á REM (hvað varðar þyngd), sem ég hlusta ekki reyndar á, og er alveg ofboðslega melódísk, með virkilega sterkum viðlögum. Sveitin er þó meiri rokkuð en REM, sem er bara gott í minni bók.

Dönsku Grammy verðlaunin voru haldin nýlega og þar var sveitin tilnefndt til nokkurra verðlauna, þó ég muni ekki hvort hún hafi fengið nokkur…

Lítið við á www.saybia.dk og kannið málið…

Efnið er örugglega til á Audiogalaxy og hér eru nokkur lagaheiti:

The Second You Sleep
The Day after Tomorrow
Fools Corner
Dressed in Black
The Miracle in July
Come on Close
Resting Mind concerts