Vááá… ég er ekkert búinn að koma hingað alla helgina og svo er einhver stærsta (í svarafjölda) grein hérna sem ég hef séð!
Allavegna….
Músíktilraunir hafa alltaf verið umdeildar sökum skorts á andlegum þroska meðlima hljómsveita sem taka þátt… á þessum aldri er fólk viðkvæmt og er ekkert endilega að kyngja því að fólk hafi frekar viljað einhverja aðra hljómsveit heldur en þeirra eigin, sem að þeirra mati er besta hljómsvet í heimi.
Í fyrra voru aðallega tvö rifrildi sem voru mest áberandi en það var bara eitthvað sem gleymdist og tónlistarmenn ákváðu að skapa frekar tónlist heldur en að rífast um hana, því það er hægt að rökræða smekk og stíl endalaust. Bottomline-ið er það að fólk er misjafnt og bara hallelujah fyrir það, annars væri heimurinn ÖMURLEGUR.
Ég kom svolítið seint á MT í ár og ég verð að nefna það hversu illa var staðið að uppsetningu og lýsingu Tilraunanna í ár. Í fyrra var þetta allt til sóma, en í ár var lítill partur salsins notaður og allur undirlagður undir sæti! Svo var þetta allt lýst með einhverjum 5 kösturum og sviðið var alltof bjart!
Sigurvegararnir eru svo Búdrýgindi eins og alþjóð veit nú, en ekki eru allir sáttir því það hljóta alltaf einhverjir að tapa og oftast eru það stuðningsmennirnir sem taka tapið mun nær sér heldur en hlómsveitirnar sjálfar. Frasar eins og “Ett’a vah skandall” og “Dómmnendin e’ eikka’ skrídin” flugu um loftin fyrir utan. Það var reyndar ein hljómsveit sem átti rétt á því að bölva og það var fyrsta hljómsveit kvöldsins, því dómnefndin var ekki mætt í hús svo að þeir fengu sjálfkrafa 0.
Sjálfum finnst mér ekkert sérlega gaman að taka þátt í svona umræðum og reyni að forðast þær eins og heitann eldinn, ég hafði heyrt 2 lög með Búdrýgindi í útvarpinu á Músíktilraunum og fannst spilið alveg frábært (Sérstaklega trommuleikurinn), svo byrjar þessi rödd að góla og áhuginn hjá mér féll um 90 % þessi drengur verður að fara í mútur og það fljótt ef þessi hljómsveit á eitthvað að ganga.
Svo finnst mér það merki um virkilega mikinn vanþroska þegar hljómsveitarmeðlimir svara póstum á þennann hátt sem “Sonur” gerði í greininni “Úrslitakvöld Músíktilrauna”.
——————————————————————-
Sonur (NB. 14 ára):
“hehhe Þegiði ég er i budrygindi og mér finnst við ekkert lélegir :) allavega unnum við og því fæst ekki breytt.
í fyrra vann Andlát og það var ekki texti við lagið bara einhver gaur að garga”
——————————————————————-
Sonur: Mig langar til þess að svara þessu leiðindasvari þínu með því að segja að Andlát er með mun meiri og útpældari texta heldur en þau lög sem ég heyrði með ykkur.
Svo varðandi sönginn, ef þú ert söngvarinn í hljómsveitinni þá finnst mér þú ekki geta sagt mikið með þína óþroskuðu rödd. Siggi T er kannski ekki að reyna að “syngja” en þetta er ekki garg, heldur viðurkenndur söngstíll í harðkjarnageiranum og Siggi T þykir á því sviði vera með einstaklega hæfa söngrödd.
Álit mitt á þessari hljómsveit hefur farið minnkandi frá því að ég heyrði fyrstu stefin í Spilakassi, þá leist mér alveg þrusuvel á sveitina og ég er enn á því að hljóðfæraleikurinn er mjög góður, en ég hugsa að það taki nokkur ár í viðbót þar til söngvarinn er kominn á sama stig og hljóðfæraleikurinn, en það er auðvitað bara náttúrunnar gangur.
Annars held ég að svona yfirlýsingar skítkast yfir aðrar hljómsveitir sé ekki rétta leiðin til þess að afla sér vinsælda meðal annarra hljómsveita , þó svo að það sé kannski ekki ætlunin að vera í einhverri vinsældakeppni þá er leiðinlegra ef að tónlistarmenn sem eru ykkur eldri og reyndari neita að spila með ykkur vegna þess að þið eruð með einhverjar digurbarkalegar yfirlýsingar í sigurvímunni eftir Músíktilraunir… semsagt, ekki ofmetnast af því að þið eruð nýbúnir að vinna Músíktilraunir, njótið sigursins en ekki breytast í einhver fífl.
Kv. Pixie