Ég var að komast yfir einn mesta snilldardisk sem ég hef hlustað á í langan tíma. Þetta er auðvitað hin magnaða hljómplata “How far to Asgaard” með snillingunum í Týr.
Ég veit ekki hvers vegna, en skyndilega urðu þessir gaurar hit number á Rás 2, mamma mín heyrði í þeim og sagði mér að ég yrði að eignast þetta, svo fór hún og keypti plötuna handa mér. It's nice having a mom around, ain't it?
Gítarleikari sveitarinnar fer hamförum á plötunni, hann hatar ekki að sleikja skalana og er í góðu flippi. Tónlist þeirra félaga má líkja við MetallicA fyrir u.þ.b. 14 árum, hehe… Þeir eru kannski smá á eftir, eyjaskeggjar.
Anywayz, eins og margir sáu eru Týsmenn að fara að spila hér á Íslandi nk. miðvikudag og föstudaginn langa með stuðmönnum! Massastemmning! Ég get ekki beðið eftir þessu.
Tékkið á félögunum á www.tyr.musiconline.dk
Skoðið sérstaklega myndirnar, þeir eru…. Ehh… Kostulegir. Hehehehe…