Lack of Trust
spiluðu svokallað death metal. heyrðist ekkert í gítarnum og söngvarinn var ekki nógu kraftmikill og var eins hann væri ekki að öskra heldur að væla eitthvað í micinn.

Down To earth
Kröftug þétt sveit sem er ein efnilegasta sveitin í dag. Skemmtilega taktviss og hugmyndaríkur trommari og flott annað lag með bassa introinu og síðan melódískum gítar.

Fake disorder
Trommarinn var að gera góða hluti og þeim hafði farið mikið fram síðan í fyrra þó vantaði ennþá eitthvað uppá.

Natar
Ung sveit sem spilaði grunge rokk í anda Nirvana og einhver vandamál komu víst upp með magnarann. Ég held að þessi hljómsveit eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni.

Tannlæknar andskotans
Mjög einhæft og óöruggt rapp. Áttu ekki skilið að komast áfram.

Tími
Var að vinna með góða hluti í líkingu við gamla Múm og var með lagaheiti sem vöktu mikinn hlátur í salnum en það var lítið varið í tónlsitina.

Búdrýgindi
Létt gleðipönkrokk sem þeir komu ágætlega frá sér og voru vel æfðir en ansi barnalegir textar. trommarinn var frábær.

Threego
Góð sviðsframkoma og flottur breikdans en ekki góð musik

Kitty-genzic
þetta var sveit sem var með meirihlutann stolinn sem allir heyrðu. Stór mistök

Whool
Þétt sveit sem náði sér aldrei á strik, þreyttur söngur en hljómborðið gerðði sinn part vel en hann passaði kannski ekki alveg inn hjá þeim.

úrslit voru að Búdrýgindi komst áfram af áhorfendum en FD og Tannlæknar andskotans af dómnefnd